Sigurður dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2019 11:16 Sigurður Kristinsson ásamt verjanda sínum Stefáni Karli Kristjánssyni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Ragnar Kristinsson til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hefur ekki verið birtur á vef dómstóla. Fyrst var greint frá niðurstöðu hans á vef Fréttablaðsins. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar í fyrra. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands þann 8. janúar í fyrra. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Dómsmál Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar, Fullir Vasar, og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. 7. janúar 2019 10:28 Ítrekað spurt út í aðild fjórða aðila og viðstöddum vikið úr dómsal vegna einnar spurningar Beðið eftir vitnum frá Spáni. 7. janúar 2019 14:03 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. 7. janúar 2019 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Ragnar Kristinsson til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hefur ekki verið birtur á vef dómstóla. Fyrst var greint frá niðurstöðu hans á vef Fréttablaðsins. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar í fyrra. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands þann 8. janúar í fyrra. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt.
Dómsmál Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar, Fullir Vasar, og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. 7. janúar 2019 10:28 Ítrekað spurt út í aðild fjórða aðila og viðstöddum vikið úr dómsal vegna einnar spurningar Beðið eftir vitnum frá Spáni. 7. janúar 2019 14:03 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. 7. janúar 2019 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar, Fullir Vasar, og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. 7. janúar 2019 10:28
Ítrekað spurt út í aðild fjórða aðila og viðstöddum vikið úr dómsal vegna einnar spurningar Beðið eftir vitnum frá Spáni. 7. janúar 2019 14:03
Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34
Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. 7. janúar 2019 10:54