Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig Björk Eiðsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 07:21 Herbert tók að sér að gera hlaðvarpsþætti um krabbamein fyrir Kraft. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Herbert Geirsson hefur haldið úti hlaðvarpi í tvö ár en nú í fyrsta sinn tekið að sér verkefni fyrir aðra en það var Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess sem leitaði til hans með samstarf um hlaðvarpsþætti fyrir félagið. Eins og fyrr segir þá flutti Herbert til Akureyrar fyrir tveimur árum. „Þar var ég bæði með aðgang að stóru kjallararými og að vinna með alls konar áhugaverðu fólki. Mig hafði í raun alltaf langað að vera með hlaðvarp, einfaldlega til að hafa afsökun til að fá áhugavert fólk í spjall þar sem engir símar eða önnur truflun hafði áhrif á samræðurnar“ segir Herbert í léttum tón. „Ég setti upp aðstöðu í kjallaranum og fór að senda út, í upphafi talaði ég einfaldlega við fólk sem mér fannst áhugavert, aðallega vini og samstarfsfólk. Ég gerði til dæmis þáttaröð sem heitir Flugsagan sem ég stílaði inn á flugfólk og fékk til mín menn sem eru vægast sagt reynslumiklir á sínu sviði og hafa fylgst með þróun flugsins og verið hluti af þeirri sögu“ Herbert flutti svo til Reykjavíkur, tók áhugamálið með sér og er núna með hlaðvarpsstúdíó í Sundaborg. „Nú er ég bæði að hjálpa fólki af fara af stað með sín eigin hlaðvörp sem og klára að taka upp þætti sem fjalla um fólk sem hafa náð langt á sínu sviði, hvað sem það svið kann að vera, t.d. var mjög gaman að tala við Guðna Ágússton fyrrum landbúnaðarráðherra.“ Herbert segist hafa vitað þegar Hulda leitaði til hans varðandi þættina fyrir Kraft, að það yrði krefjandi verkefni. „Það að tala við fólk sem farið hefur í gegnum þessa reynslu hefur bæði verið krefjandi og þroskandi en umfram allt skemmtilegt ferli en við erum búin að taka upp alla seríuna, 13 þætti.“Fokk ég er með krabbamein! Hlaðvarpsþættirnir heita Fokk ég er með krabbamein og eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi þar sem rætt verður um krabbamein á mannamáli bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. „Þættirnir taka á ólíkum málefnum tengdum ferlinu, en dæmi um umræðuefni er það að greinast, ófrjósemi, hvernig best sé að tala um krabbamein við börn og dauðann.“ Aðspurður segist Herbert hafa undirbúið sig lítið fyrir hvern þátt og frekar viljað leyfa samtölunum að gerast frekar náttúrulega. „Það hefur gengið mjög vel. Ég var auðvitað búinn að vinna ákveðna bakgrunnsvinnu með Krafti varðandi spurningar og þema hvers þáttar en oftast var þægilegast að vera ekki búinn að undirbúa sig of enda spjallið náin stund þar sem viðkomandi er að deila mjög persónulegri reynslu og ég vildi halda einlægninni í því.“ Lífið er núna! Verkefnið var eins og fyrr segir krefjandi og lærdómsríkt en hvað ætli Herbert sjálfur hafi helst tekið út úr því? „Að lífið er núna!“ segir hann án þess að hugsa sig um. „Það gerist eitthvað í huga fólks þegar það áttar sig á því að þetta hafi komið fyrir sig. Að fá að heyra að það sé haldið lífsógnandi sjúkdómi, því það er nú það sem krabbamein er. Oft fær fólk einhvern fókus á það sem skiptir máli í lífinu og segir jafnvel að það sé mjög þakklátt að hafa fengið krabbamein, eins skrýtið og það hljómar. Aðrir fá jafnvel tímaramma á líf sitt. Ég held að við séum ekki gerð til þess að vita hvenær við deyjum og því er magnað að tala við fólk sem hefur jafnvel fengið að heyra að það eigi eitt til þrjú ár eftir ólifað sem eftir á að hyggja er rosalega persónubundið og óljóst hugtak. Ég hafði heldur enga hugmynd um það hversu fjölbreytt krabbamein í raun er og hversu ólík áhrif það getur haft á fólk. Það er auðvelt að hvetja fólk til að tækla þetta á jákvæðninni en önnur saga að gera það í praktík. Þetta eru hetjur samtímans að mörgu leyti.“ Þeir sem vilja hlusta á umræðu um krabbamein á mannamáli er vert að benda á slóðina: http://www.lifidernuna.is/podcast/ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Herbert Geirsson hefur haldið úti hlaðvarpi í tvö ár en nú í fyrsta sinn tekið að sér verkefni fyrir aðra en það var Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess sem leitaði til hans með samstarf um hlaðvarpsþætti fyrir félagið. Eins og fyrr segir þá flutti Herbert til Akureyrar fyrir tveimur árum. „Þar var ég bæði með aðgang að stóru kjallararými og að vinna með alls konar áhugaverðu fólki. Mig hafði í raun alltaf langað að vera með hlaðvarp, einfaldlega til að hafa afsökun til að fá áhugavert fólk í spjall þar sem engir símar eða önnur truflun hafði áhrif á samræðurnar“ segir Herbert í léttum tón. „Ég setti upp aðstöðu í kjallaranum og fór að senda út, í upphafi talaði ég einfaldlega við fólk sem mér fannst áhugavert, aðallega vini og samstarfsfólk. Ég gerði til dæmis þáttaröð sem heitir Flugsagan sem ég stílaði inn á flugfólk og fékk til mín menn sem eru vægast sagt reynslumiklir á sínu sviði og hafa fylgst með þróun flugsins og verið hluti af þeirri sögu“ Herbert flutti svo til Reykjavíkur, tók áhugamálið með sér og er núna með hlaðvarpsstúdíó í Sundaborg. „Nú er ég bæði að hjálpa fólki af fara af stað með sín eigin hlaðvörp sem og klára að taka upp þætti sem fjalla um fólk sem hafa náð langt á sínu sviði, hvað sem það svið kann að vera, t.d. var mjög gaman að tala við Guðna Ágússton fyrrum landbúnaðarráðherra.“ Herbert segist hafa vitað þegar Hulda leitaði til hans varðandi þættina fyrir Kraft, að það yrði krefjandi verkefni. „Það að tala við fólk sem farið hefur í gegnum þessa reynslu hefur bæði verið krefjandi og þroskandi en umfram allt skemmtilegt ferli en við erum búin að taka upp alla seríuna, 13 þætti.“Fokk ég er með krabbamein! Hlaðvarpsþættirnir heita Fokk ég er með krabbamein og eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi þar sem rætt verður um krabbamein á mannamáli bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. „Þættirnir taka á ólíkum málefnum tengdum ferlinu, en dæmi um umræðuefni er það að greinast, ófrjósemi, hvernig best sé að tala um krabbamein við börn og dauðann.“ Aðspurður segist Herbert hafa undirbúið sig lítið fyrir hvern þátt og frekar viljað leyfa samtölunum að gerast frekar náttúrulega. „Það hefur gengið mjög vel. Ég var auðvitað búinn að vinna ákveðna bakgrunnsvinnu með Krafti varðandi spurningar og þema hvers þáttar en oftast var þægilegast að vera ekki búinn að undirbúa sig of enda spjallið náin stund þar sem viðkomandi er að deila mjög persónulegri reynslu og ég vildi halda einlægninni í því.“ Lífið er núna! Verkefnið var eins og fyrr segir krefjandi og lærdómsríkt en hvað ætli Herbert sjálfur hafi helst tekið út úr því? „Að lífið er núna!“ segir hann án þess að hugsa sig um. „Það gerist eitthvað í huga fólks þegar það áttar sig á því að þetta hafi komið fyrir sig. Að fá að heyra að það sé haldið lífsógnandi sjúkdómi, því það er nú það sem krabbamein er. Oft fær fólk einhvern fókus á það sem skiptir máli í lífinu og segir jafnvel að það sé mjög þakklátt að hafa fengið krabbamein, eins skrýtið og það hljómar. Aðrir fá jafnvel tímaramma á líf sitt. Ég held að við séum ekki gerð til þess að vita hvenær við deyjum og því er magnað að tala við fólk sem hefur jafnvel fengið að heyra að það eigi eitt til þrjú ár eftir ólifað sem eftir á að hyggja er rosalega persónubundið og óljóst hugtak. Ég hafði heldur enga hugmynd um það hversu fjölbreytt krabbamein í raun er og hversu ólík áhrif það getur haft á fólk. Það er auðvelt að hvetja fólk til að tækla þetta á jákvæðninni en önnur saga að gera það í praktík. Þetta eru hetjur samtímans að mörgu leyti.“ Þeir sem vilja hlusta á umræðu um krabbamein á mannamáli er vert að benda á slóðina: http://www.lifidernuna.is/podcast/
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira