Úrvalsdeildin í pílu í beinni í kvöld og tveir meistarar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Hollendingurinn Michael van Gerwen og Skotinn Peter Wright eru báðir meðal keppenda í úrvalsdeildinni í pílu. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld Aðrar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld
Aðrar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira