Skáldsaga um sanna ást í Auschwitz Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. mars 2019 11:00 Bók Heather Morris nýtur gríðarlegra vinsælda víða um heim. Húðflúrarinn í Auschwitz eftir Heather Morris er á metsölulistum víða um heim, þar á meðal hér á landi, en bókin er komin út í íslenskri þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Í bókinni er sögð saga sem virðist ótrúleg en er sönn. Hún segir frá slóvakíska gyðingnum Lale Sokolov sem gegndi nauðugur starfi húðflúrara í Auschwitz og varð ástanginn af Gitu. Bæði lifðu þau helförina af og voru gift í áratugi. Heather Morris fæddist á Nýja-Sjálandi en býr í Ástralíu. Hún kynntist Lale þegar hann var 87 ára gamall. „Í desembermánuði 2003 var ég að drekka kaffi með vini mínum sem sagði mér frá manni sem bjó í Melbourne, væri nýlega orðinn ekkill, og hefði verið í fangabúðum nasista og lifað af. Ég hafði skrifað nokkur handrit byggð á raunverulegum atburðum og stökk á tækifærið til að hitta Lale Sokolov. Við áttum ánægjulegar stundir saman, fórum í bíó og eyddum tíma með fjölskyldu minni.“Samkomulag hjóna Var hann markaður af skelfingunum sem hann hafði orðið að þola á stríðsárunum? „Nei, en eins og allir þeir sem ég hef hitt og lifðu helförina af mátti greina hjá honum sektarkennd vegna þess að hann væri á lífi. Hann og Gita höfðu gert samkomulag – þeim fannst það eina leiðin til að heiðra minningu þeirra sem lifðu ekki af – um að eiga saman jafn gott líf og mögulegt væri. Og þau gerðu það. Þau héldu áfram að lifa en voru alltaf í sambandi við fólk sem hafði komist lifandi frá helförinni. Lale talaði áhyggjulaus um tímann sem hann var í Auschwitz/Birkenau en Gita ræddi aldrei um þann tíma, ekki einu sinni við son þeirra.“ Hvernig maður var Lale? „Lale syrgði Gitu sem hafði dáið nokkrum mánuðum áður. Í byrjun sat við hlið mér aldraður maður bugaður af sorg og laut höfði. Hann virtist svo brothættur, svo viðkvæmur. Á þeim þremur árum sem vinátta okkar óx og dafnaði sefaðist sorg hans eftir lát Gitu að vissu leyti, hún var þarna en ekki jafn áberandi. Hinn töfrandi og geislandi maður fyrri ára sneri aftur, hann daðraði við allar konur sem hann hitti og karlmenn höfðu unun af því að vera í návist hans. Hann hló og stríddi mér og öðrum, dansaði jafnvel um í setustofunni. Hann bjó í eigin íbúð með tveimur hvolpum og nágrannarnir vissu hver hann var og hann var einnig vel þekktur í gyðingasamfélaginu.“ Var erfitt fyrir hann að segja þér sögu sína? „Já. Í byrjun heyrði ég brotakenndar sögur um þau tvö og hálft ár sem hann var húðflúrari í útrýmingarbúðum nasista. Ég heyrði nóg til að átta mig á því að ég væri að tala við mann sem átti sér sögu sem var sannarlega þess virði að vera sögð og ég vildi hlusta á hana. Þetta er sterkasta ástarsaga sem hægt er að ímynda sér um einstaklinga sem hittast í Auschwitz og lifa af þótt öll tölfræði sé á móti þeim.“ Vildi ekki láta breyta orði Vissi hann að saga hans myndi verða að skáldsögu? „Þegar Lale lést í október 2006, þremur dögum eftir níræðisafmæli sitt, hafði hann lesið tvo þriðju af handriti mínu og sagði mér að breyta ekki einu orði. Hann var stórhrifinn af því. Hann vissi ekki að það myndi breytast í skáldsögu.“ Breytti vinátta ykkar þér á einhvern hátt? „Vissulega og á besta mögulega hátt. Á skólagöngu minni í Nýja-Sjálandi hafði ég lært lítið um helförina og gyðingdóm. Nú tók alveg nýtt samfélag mér opnum örmum, og ég hitti ótrúlegt fólk sem hafði lifað helförina af og fjölskyldur þess. Ég lærði, eins og fjölskylda mín, að taka ekki sem gefnum þeim forréttindum sem við njótum vegna þess að við erum fædd á ákveðnum tíma og ákveðnum stað. Ég held að ég sé núna umhyggjusamari manneskja því ég lifi eftir móttói Lale: Ef þú vaknar um morguninn er dagurinn góður.“Hugrakkasta manneskjan Skáldsaga þín er metsölubók víða um heim. Hefur það breytt lífi þínu? „Augljósasta breytingin eru öll ferðalögin sem ég fer í og sem betur fer hef ég mikla ánægju af þeim. Það er mjög gefandi að tala við fólk víða um heim sem vill heyra sögu Lale og Gitu, og sögu mína af kynnum okkar Lale. Ég verð stundum gagntekin þegar ég hugsa um þá yndislegu reynslu sem hefur fallið mér í skaut. Ég hitti frábært fólk, sem á sér allt sínar eigin sögur sem eru þess virði að segja. Ef það er eitthvað neikvætt við þetta þá er það tíminn sem ég er fjarri fjölskyldu minni, sérstaklega fjórum litlum barnabörnum.“ Ætlarðu að skrifa aðra skáldsögu? „Ég er búin að skrifa Cilka’s Journey, sem er framhald af Húðflúraranum í Auschwitz og kemur út í október. Sú saga fjallar um Cilku Klein, eina af lykilpersónum Húðflúrarans, táningsstúlkuna sem bjargaði lífi Lale. Lale sagði mér margoft að Cilka væri „hugrakkasta manneskja“ sem hann hefði nokkru sinni hitt. „Ekki hugrakkasta stúlkan,“ ítrekaði hann, „hugrakkasta manneskjan“.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Húðflúrarinn í Auschwitz eftir Heather Morris er á metsölulistum víða um heim, þar á meðal hér á landi, en bókin er komin út í íslenskri þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Í bókinni er sögð saga sem virðist ótrúleg en er sönn. Hún segir frá slóvakíska gyðingnum Lale Sokolov sem gegndi nauðugur starfi húðflúrara í Auschwitz og varð ástanginn af Gitu. Bæði lifðu þau helförina af og voru gift í áratugi. Heather Morris fæddist á Nýja-Sjálandi en býr í Ástralíu. Hún kynntist Lale þegar hann var 87 ára gamall. „Í desembermánuði 2003 var ég að drekka kaffi með vini mínum sem sagði mér frá manni sem bjó í Melbourne, væri nýlega orðinn ekkill, og hefði verið í fangabúðum nasista og lifað af. Ég hafði skrifað nokkur handrit byggð á raunverulegum atburðum og stökk á tækifærið til að hitta Lale Sokolov. Við áttum ánægjulegar stundir saman, fórum í bíó og eyddum tíma með fjölskyldu minni.“Samkomulag hjóna Var hann markaður af skelfingunum sem hann hafði orðið að þola á stríðsárunum? „Nei, en eins og allir þeir sem ég hef hitt og lifðu helförina af mátti greina hjá honum sektarkennd vegna þess að hann væri á lífi. Hann og Gita höfðu gert samkomulag – þeim fannst það eina leiðin til að heiðra minningu þeirra sem lifðu ekki af – um að eiga saman jafn gott líf og mögulegt væri. Og þau gerðu það. Þau héldu áfram að lifa en voru alltaf í sambandi við fólk sem hafði komist lifandi frá helförinni. Lale talaði áhyggjulaus um tímann sem hann var í Auschwitz/Birkenau en Gita ræddi aldrei um þann tíma, ekki einu sinni við son þeirra.“ Hvernig maður var Lale? „Lale syrgði Gitu sem hafði dáið nokkrum mánuðum áður. Í byrjun sat við hlið mér aldraður maður bugaður af sorg og laut höfði. Hann virtist svo brothættur, svo viðkvæmur. Á þeim þremur árum sem vinátta okkar óx og dafnaði sefaðist sorg hans eftir lát Gitu að vissu leyti, hún var þarna en ekki jafn áberandi. Hinn töfrandi og geislandi maður fyrri ára sneri aftur, hann daðraði við allar konur sem hann hitti og karlmenn höfðu unun af því að vera í návist hans. Hann hló og stríddi mér og öðrum, dansaði jafnvel um í setustofunni. Hann bjó í eigin íbúð með tveimur hvolpum og nágrannarnir vissu hver hann var og hann var einnig vel þekktur í gyðingasamfélaginu.“ Var erfitt fyrir hann að segja þér sögu sína? „Já. Í byrjun heyrði ég brotakenndar sögur um þau tvö og hálft ár sem hann var húðflúrari í útrýmingarbúðum nasista. Ég heyrði nóg til að átta mig á því að ég væri að tala við mann sem átti sér sögu sem var sannarlega þess virði að vera sögð og ég vildi hlusta á hana. Þetta er sterkasta ástarsaga sem hægt er að ímynda sér um einstaklinga sem hittast í Auschwitz og lifa af þótt öll tölfræði sé á móti þeim.“ Vildi ekki láta breyta orði Vissi hann að saga hans myndi verða að skáldsögu? „Þegar Lale lést í október 2006, þremur dögum eftir níræðisafmæli sitt, hafði hann lesið tvo þriðju af handriti mínu og sagði mér að breyta ekki einu orði. Hann var stórhrifinn af því. Hann vissi ekki að það myndi breytast í skáldsögu.“ Breytti vinátta ykkar þér á einhvern hátt? „Vissulega og á besta mögulega hátt. Á skólagöngu minni í Nýja-Sjálandi hafði ég lært lítið um helförina og gyðingdóm. Nú tók alveg nýtt samfélag mér opnum örmum, og ég hitti ótrúlegt fólk sem hafði lifað helförina af og fjölskyldur þess. Ég lærði, eins og fjölskylda mín, að taka ekki sem gefnum þeim forréttindum sem við njótum vegna þess að við erum fædd á ákveðnum tíma og ákveðnum stað. Ég held að ég sé núna umhyggjusamari manneskja því ég lifi eftir móttói Lale: Ef þú vaknar um morguninn er dagurinn góður.“Hugrakkasta manneskjan Skáldsaga þín er metsölubók víða um heim. Hefur það breytt lífi þínu? „Augljósasta breytingin eru öll ferðalögin sem ég fer í og sem betur fer hef ég mikla ánægju af þeim. Það er mjög gefandi að tala við fólk víða um heim sem vill heyra sögu Lale og Gitu, og sögu mína af kynnum okkar Lale. Ég verð stundum gagntekin þegar ég hugsa um þá yndislegu reynslu sem hefur fallið mér í skaut. Ég hitti frábært fólk, sem á sér allt sínar eigin sögur sem eru þess virði að segja. Ef það er eitthvað neikvætt við þetta þá er það tíminn sem ég er fjarri fjölskyldu minni, sérstaklega fjórum litlum barnabörnum.“ Ætlarðu að skrifa aðra skáldsögu? „Ég er búin að skrifa Cilka’s Journey, sem er framhald af Húðflúraranum í Auschwitz og kemur út í október. Sú saga fjallar um Cilku Klein, eina af lykilpersónum Húðflúrarans, táningsstúlkuna sem bjargaði lífi Lale. Lale sagði mér margoft að Cilka væri „hugrakkasta manneskja“ sem hann hefði nokkru sinni hitt. „Ekki hugrakkasta stúlkan,“ ítrekaði hann, „hugrakkasta manneskjan“.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira