Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 12:03 Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. fbl/ernir Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira