Jón Steinar rekur misræmi í dómum til valdabaráttu dómara Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 10:07 Jón Steinar segir fráleitt að dæma mönnum sem ekki fengu embætti miskabætur en ekki konu sem sökuð var saklaus um manndráp af gáleysi. visir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, setur fram alvarlegar ásakanir í pistli sem Vísir birti í morgun. Hann segir að augljóst misræmi milli dóma megi rekja til þess sem hann kallar „valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt“. Hann telur vert að menn hafi þessa stöðu bak við eyrað ef þeir telji sig þurfa að sækja miskabætur á hendur ríkisins. Jón Steinar ber saman dóma og nefnir þann sem féll í vikunni en þar var Ástu Kristínu Andrésdóttur, sem ranglega hafði verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi, synjað um bætur. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Landsréttar sem gekk á sömu leið fyrir um ári en þá sagði Ásta Kristin það hafa verið mikið áfall fyrir sig. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldunnar. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán En, árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt. Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Jón Steinar segir háðskur í pistili sínum að talið hafi verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. „Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt.“ Jón Steinar er þarna með óbeinum hætti að vísa til gagnrýni sem hann hefur áður sett fram á dómara, og þá einkum Markús Sigurbjörnsson, að þeir vilji ráða því alfarið sjálfir hverjir skipast sem slíkir og miskabætur til handa mönnum sem ekki fengu skipan séu skilaboð til ráðherra, að vera ekki að hlutast til um það. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, setur fram alvarlegar ásakanir í pistli sem Vísir birti í morgun. Hann segir að augljóst misræmi milli dóma megi rekja til þess sem hann kallar „valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt“. Hann telur vert að menn hafi þessa stöðu bak við eyrað ef þeir telji sig þurfa að sækja miskabætur á hendur ríkisins. Jón Steinar ber saman dóma og nefnir þann sem féll í vikunni en þar var Ástu Kristínu Andrésdóttur, sem ranglega hafði verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi, synjað um bætur. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Landsréttar sem gekk á sömu leið fyrir um ári en þá sagði Ásta Kristin það hafa verið mikið áfall fyrir sig. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldunnar. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán En, árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt. Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Jón Steinar segir háðskur í pistili sínum að talið hafi verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. „Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt.“ Jón Steinar er þarna með óbeinum hætti að vísa til gagnrýni sem hann hefur áður sett fram á dómara, og þá einkum Markús Sigurbjörnsson, að þeir vilji ráða því alfarið sjálfir hverjir skipast sem slíkir og miskabætur til handa mönnum sem ekki fengu skipan séu skilaboð til ráðherra, að vera ekki að hlutast til um það.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42