Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 09:00 Gary Neville og Ole Gunnar á góðri stundu. vísir/getty „Ég er með þrjár snöggar spurningar fyrir þig: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar viltu fá styttuna af þér?“ Þetta voru fyrstu spurningar Gary Neville, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, til Ole Gunnar Solskjær þegar að sparkspekingurinn núverandi tók viðtal við Norðmanninn fyrir beIN-sports eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Hann, eins og fleiri, vill að Solskjær verði ráðinn til frambúðar. „Þetta var frábært kvöld, ekki satt? Ég ætla bara að gera mitt besta fram á sumarið og sjá svo hvað félagið ákveður að gera,“ svaraði Solskjær hógvær eftir að snúa við 2-0 stöðu úr fyrri leiknum og komast áfram með 3-1 sigri á Prinsavöllum.Neville er staðráðinn í að Solskjær eigi að fá starfið og sagði þeim norska og fyrrverandi samherja sínum að það væri bara eitt í stöðunni fyrir forsvarsmenn United að gera. „Ég heyri að þú heldur áfram að segja þetta en þetta er bara kvöld sem við verðum að muna eftir. Þetta var Manchester United-andinn. Það var svo frábært að hitta Sir Alex inn í klefa eftir leik. Þetta var geggjað kvöld,“ sagði Solskjær. Neville sagði Solskjær að það væri augljóst að leikmennirnir elskuðu hann en hógvær Solskjær sagði leikmennina vissulega hafa gaman að honum og þjálfarateymi hans en þetta væri allt liðsvinna. „Ég held að leikmennirnir njóti þess að spila undir okkar stjórn en við viljum bara að þeir bæti sig og upplifi kvöld eins og þetta. Við gerðum það nú saman hérna á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. How long would you like on your contract? What do you want your salary to be? Where would you like your statue?@GNev2 puts the big questions to Ole Gunnar Solskjaer!https://t.co/0OKMYBJ8Ca#beINUCL #UCL #MUFC #PSGMUN pic.twitter.com/drUsFRfbao— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
„Ég er með þrjár snöggar spurningar fyrir þig: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar viltu fá styttuna af þér?“ Þetta voru fyrstu spurningar Gary Neville, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, til Ole Gunnar Solskjær þegar að sparkspekingurinn núverandi tók viðtal við Norðmanninn fyrir beIN-sports eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Hann, eins og fleiri, vill að Solskjær verði ráðinn til frambúðar. „Þetta var frábært kvöld, ekki satt? Ég ætla bara að gera mitt besta fram á sumarið og sjá svo hvað félagið ákveður að gera,“ svaraði Solskjær hógvær eftir að snúa við 2-0 stöðu úr fyrri leiknum og komast áfram með 3-1 sigri á Prinsavöllum.Neville er staðráðinn í að Solskjær eigi að fá starfið og sagði þeim norska og fyrrverandi samherja sínum að það væri bara eitt í stöðunni fyrir forsvarsmenn United að gera. „Ég heyri að þú heldur áfram að segja þetta en þetta er bara kvöld sem við verðum að muna eftir. Þetta var Manchester United-andinn. Það var svo frábært að hitta Sir Alex inn í klefa eftir leik. Þetta var geggjað kvöld,“ sagði Solskjær. Neville sagði Solskjær að það væri augljóst að leikmennirnir elskuðu hann en hógvær Solskjær sagði leikmennina vissulega hafa gaman að honum og þjálfarateymi hans en þetta væri allt liðsvinna. „Ég held að leikmennirnir njóti þess að spila undir okkar stjórn en við viljum bara að þeir bæti sig og upplifi kvöld eins og þetta. Við gerðum það nú saman hérna á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. How long would you like on your contract? What do you want your salary to be? Where would you like your statue?@GNev2 puts the big questions to Ole Gunnar Solskjaer!https://t.co/0OKMYBJ8Ca#beINUCL #UCL #MUFC #PSGMUN pic.twitter.com/drUsFRfbao— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16
Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00
Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00