Man.Utd í einkar erfiðri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. mars 2019 13:00 Þetta verður erfitt í kvöld. Getty/Jordan Mansfield Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira