Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 23:33 Ef grunur vaknar um mislingasmit er fólk hvatt til að leita ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús heldur hringja í númerið 1700. Vísir/VIlhelm Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18