Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2019 21:00 Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis. Stöð 2/Einar Árnason. Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ráðamenn á Blönduósi voru búnir að ræða um gagnaver í tólf ár. „Og margir búnir að gera grín að því að þetta sé eitthvað sem muni aldrei koma. En það er bara komið núna,“ segir Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis og fyrrverandi sveitarstjóri.Gagnaverið rís suðaustan við Blönduósbæ, sem sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason.Fyrsta skóflustungan var tekin síðastliðið vor og hafa framkvæmdir verið keyrðar mjög hratt frá því í haust. Gagnaverið rís um þrjá kílómetra utan við Blönduós og eru byggingarnar teknar jafnóðum í notkun. „Og búið að byggja hérna núna tæplega fjögurþúsund fermetra í sjö húsum. Það eru komin sjö hús af átta,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason.„Fyrstu áhrifin voru nú bara jákvæðni sem fylgir því að eitthvað er að gerast. Og það var nú tilfellið að íbúum fjölgaði nú bara strax við fyrstu ákvörðun, sko,“ segir Valgarður. „Það má segja að þetta sé okkar svona snyrtileg stóriðja hérna á svæðinu og er að skapa störf. Hér hafa verið um og yfir hundrað manns að vinna við uppbygginguna síðastliðna þrjá mánuði. Og það er ekki bara af Blönduóssvæðinu heldur úr sýslunum hér í kring, Skagafirði og alveg suður á Reykjanes,“ segir Valdimar sveitarstjóri. .Smíði gagnaversins fór á fullt í haust.Stöð 2/Einar Árnason.„Þannig að það er mikill uppgangur. Þetta þýðir gistingu, matarsölu, þjónustu og annað slíkt,“ segir sveitarstjórinn. Rafmagnsverkstæðið Átak er dæmi um fyrirtæki á Blönduósi sem hefur margfaldast að stærð vegna framkvæmdanna.Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur hjá Átaki ehf. á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Árið 2012 voru tveir starfsmenn, 2015 kemur þriðji, held ég. Við erum komnir núna upp í ellefu stöðugildi hjá okkur. Svo erum við með þarna tólf undirverktaka hjá okkur, sem eru allir að vinna uppfrá,“ segir Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur hjá Átaki. Áætlað er að í gagnaverinu verði milli tuttugu og þrjátíu föst störf. En verður það til heilla fyrir Blönduós og nærsveitir? Sjö af átta byggingum gagnaversins eru risnar. Hnjúkar í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.„Það er orðið til heilla og verður til ennþá meiri heilla. Það er ekki spurning,“ svarar Valgarður Hilmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Orkumál Stóriðja Um land allt Tengdar fréttir Samstarf um öfluga atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um samstillt átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun. 10. október 2014 17:28 Segir ríkið þurfa stórar fjárfestingar í gagnaverum Greenstone ehf.hefur undanfarin ár unnið að byggingu stórs gagnavers á Blönduósi með hátt í 120 framtíðarstörfum. Sveinn Óskar Sigurðsson fyrrverandi talsmaður Greenstone segir að þau áform hafi nú verið lögð til hliðar. 19. apríl 2012 12:00 Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30 Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi Gagnaver Borealis Data Center verður tekið í notkun síðla hausts ef framkvæmdir ganga vel á Blönduósi. Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NV-landi. 25. júní 2018 06:00 Vilja gagnaver á Blönduós Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um eflingu atvinnulífs í Húnaþingi eystra. Horft til byggingar gagnavers svo hægt sé að nýta á hagkvæman hátt orku frá Blönduvirkjun. Bæjarstjórinn er því vongóður um að gagnaver rísi á Blönduósi. 20. janúar 2014 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ráðamenn á Blönduósi voru búnir að ræða um gagnaver í tólf ár. „Og margir búnir að gera grín að því að þetta sé eitthvað sem muni aldrei koma. En það er bara komið núna,“ segir Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis og fyrrverandi sveitarstjóri.Gagnaverið rís suðaustan við Blönduósbæ, sem sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason.Fyrsta skóflustungan var tekin síðastliðið vor og hafa framkvæmdir verið keyrðar mjög hratt frá því í haust. Gagnaverið rís um þrjá kílómetra utan við Blönduós og eru byggingarnar teknar jafnóðum í notkun. „Og búið að byggja hérna núna tæplega fjögurþúsund fermetra í sjö húsum. Það eru komin sjö hús af átta,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason.„Fyrstu áhrifin voru nú bara jákvæðni sem fylgir því að eitthvað er að gerast. Og það var nú tilfellið að íbúum fjölgaði nú bara strax við fyrstu ákvörðun, sko,“ segir Valgarður. „Það má segja að þetta sé okkar svona snyrtileg stóriðja hérna á svæðinu og er að skapa störf. Hér hafa verið um og yfir hundrað manns að vinna við uppbygginguna síðastliðna þrjá mánuði. Og það er ekki bara af Blönduóssvæðinu heldur úr sýslunum hér í kring, Skagafirði og alveg suður á Reykjanes,“ segir Valdimar sveitarstjóri. .Smíði gagnaversins fór á fullt í haust.Stöð 2/Einar Árnason.„Þannig að það er mikill uppgangur. Þetta þýðir gistingu, matarsölu, þjónustu og annað slíkt,“ segir sveitarstjórinn. Rafmagnsverkstæðið Átak er dæmi um fyrirtæki á Blönduósi sem hefur margfaldast að stærð vegna framkvæmdanna.Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur hjá Átaki ehf. á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Árið 2012 voru tveir starfsmenn, 2015 kemur þriðji, held ég. Við erum komnir núna upp í ellefu stöðugildi hjá okkur. Svo erum við með þarna tólf undirverktaka hjá okkur, sem eru allir að vinna uppfrá,“ segir Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur hjá Átaki. Áætlað er að í gagnaverinu verði milli tuttugu og þrjátíu föst störf. En verður það til heilla fyrir Blönduós og nærsveitir? Sjö af átta byggingum gagnaversins eru risnar. Hnjúkar í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.„Það er orðið til heilla og verður til ennþá meiri heilla. Það er ekki spurning,“ svarar Valgarður Hilmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Orkumál Stóriðja Um land allt Tengdar fréttir Samstarf um öfluga atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um samstillt átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun. 10. október 2014 17:28 Segir ríkið þurfa stórar fjárfestingar í gagnaverum Greenstone ehf.hefur undanfarin ár unnið að byggingu stórs gagnavers á Blönduósi með hátt í 120 framtíðarstörfum. Sveinn Óskar Sigurðsson fyrrverandi talsmaður Greenstone segir að þau áform hafi nú verið lögð til hliðar. 19. apríl 2012 12:00 Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30 Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi Gagnaver Borealis Data Center verður tekið í notkun síðla hausts ef framkvæmdir ganga vel á Blönduósi. Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NV-landi. 25. júní 2018 06:00 Vilja gagnaver á Blönduós Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um eflingu atvinnulífs í Húnaþingi eystra. Horft til byggingar gagnavers svo hægt sé að nýta á hagkvæman hátt orku frá Blönduvirkjun. Bæjarstjórinn er því vongóður um að gagnaver rísi á Blönduósi. 20. janúar 2014 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Samstarf um öfluga atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um samstillt átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun. 10. október 2014 17:28
Segir ríkið þurfa stórar fjárfestingar í gagnaverum Greenstone ehf.hefur undanfarin ár unnið að byggingu stórs gagnavers á Blönduósi með hátt í 120 framtíðarstörfum. Sveinn Óskar Sigurðsson fyrrverandi talsmaður Greenstone segir að þau áform hafi nú verið lögð til hliðar. 19. apríl 2012 12:00
Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30
Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi Gagnaver Borealis Data Center verður tekið í notkun síðla hausts ef framkvæmdir ganga vel á Blönduósi. Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NV-landi. 25. júní 2018 06:00
Vilja gagnaver á Blönduós Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um eflingu atvinnulífs í Húnaþingi eystra. Horft til byggingar gagnavers svo hægt sé að nýta á hagkvæman hátt orku frá Blönduvirkjun. Bæjarstjórinn er því vongóður um að gagnaver rísi á Blönduósi. 20. janúar 2014 12:00