Vantaði töluvert upp á grunngildin hjá okkur Hjörvar Ólafsson skrifar 5. mars 2019 09:45 Dagný Brynjarsdóttir í leiknum í gær. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu var kippt niður á jörðina þegar liðið mætti Skotlandi í vináttulandsleik á Algarve-mótinu á Portúgal í gær. Lokatölur í leiknum urðu 4-1 Skotlandi í vil en skoska liðið hafði 2-0 forystu í hálfleik. Það var Sara Björk Gunnarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins með góðu skoti eftir fínan undirbúning frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem fékk tækifæri í framlínu íslenska liðsins í leiknum. Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs gerðu sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafntef linu við Kanada í fyrsta leik mótsins. Þá gerðu þeir sömuleiðis sex skiptingar í leiknum, tvær í hálfleik og fjórar í seinni hálfleik. Þeir hyggjast halda áfram að skipta mínútum milli leikmannahópsins, eins og planið var fyrir ferðina, í leiknum um sæti á mótinu á morgun. „Við vorum bara ekki að spila vel sem lið í þessum leik. Frammistaðan var bara eins og úrslitin gefa til kynna. Við náðum ekki að kalla fram þau einkenni sem hafa einkennt liðið undanfarin ár. Það er grimmd í návígjum, varnarskipulag og þá vörðumst við illa í föstum leikatriðum,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við erum svo að freista þess að halda boltanum betur innan liðsins og vera hugrakkari í að spila boltanum út úr erfiðum stöðum. Það gekk ekki nógu vel í þessum leik og við vorum að missa boltann klaufalega trekk í trekk og senda hann til þeirra jafnvel þótt við værum ekki undir pressu. Þær refsuðu nokkrum sinnum fyrir þau mistök,“ sagði Jón Þór enn fremur um spilamennsku íslenska liðsins í leiknum. „Það er meðvituð stefna bæði hjá yngri landsliðum og A-landsliðinu að vera betri í því að spila boltanum á milli línanna og þora að fá boltann í erfiðum stöðum og leysa á annan hátt en að beita löngum sendingum. Við hvikum ekkert frá þeirri stefnu þrátt fyrir að hafa tapað illa í þessum leik og það hafi gengið brösuglega í þetta skiptið. Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram að vinna í því að koma leikmönnum út úr skelinni og bæta þær í því að losa pressu með þeim hætti sem við viljum innleiða. Það er gömul saga og ný hjá íslenskum landsliðum að þetta er vandamál og við hyggjumst tækla vandamálið í staðinn fyrir að fela það,“ segir hann um lærdóminn sem liðið tekur af leiknum. „Þetta var einnig þörf áminning fyrir okkur að ef að við erum ekki með grunnatriðin á hreinu þá fer illa. Það er ekki nóg að ætla að bæta sóknarleikinn og vinna leiki út frá því að spila boltanum vel á milli sín. Það þarf alltaf að berjast, spila skipulagðan varnarleik og vera fastar fyrir í návígi alls staðar á vellinum ef vel á að fara,“ sagði Jón Þór enn fremur um það sem hann tekur út úr leiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í tæp tvö ár og Dagný Brynjarsdóttir spilaði aftur í tíu mínútur eftir að hafa verið fjarverandi frá haustinu 2017. Jón Þór segir að þessir leikmenn séu töluvert frá sínu besta formi en jákvætt sé að undankeppni EM 2021 hefjist ekki fyrr en næsta haust. „Við bindum vonir við það að Dagný komist á skrið á undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum og leiki stórt hlutverk hjá Portland Thorns í framhaldinu. Sömuleiðis vonum við að Margrét Lára standi sig vel með Val í sumar. Þær eru báðar mikilvægar í okkar framtíðarplönum og það væri óskandi að þær væru komnar í sitt besta form þegar undankeppnin hefst um mánaðamótin ágúst og september síðar á þessu ári,“ segir þjálfarinn um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu var kippt niður á jörðina þegar liðið mætti Skotlandi í vináttulandsleik á Algarve-mótinu á Portúgal í gær. Lokatölur í leiknum urðu 4-1 Skotlandi í vil en skoska liðið hafði 2-0 forystu í hálfleik. Það var Sara Björk Gunnarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins með góðu skoti eftir fínan undirbúning frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem fékk tækifæri í framlínu íslenska liðsins í leiknum. Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs gerðu sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafntef linu við Kanada í fyrsta leik mótsins. Þá gerðu þeir sömuleiðis sex skiptingar í leiknum, tvær í hálfleik og fjórar í seinni hálfleik. Þeir hyggjast halda áfram að skipta mínútum milli leikmannahópsins, eins og planið var fyrir ferðina, í leiknum um sæti á mótinu á morgun. „Við vorum bara ekki að spila vel sem lið í þessum leik. Frammistaðan var bara eins og úrslitin gefa til kynna. Við náðum ekki að kalla fram þau einkenni sem hafa einkennt liðið undanfarin ár. Það er grimmd í návígjum, varnarskipulag og þá vörðumst við illa í föstum leikatriðum,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við erum svo að freista þess að halda boltanum betur innan liðsins og vera hugrakkari í að spila boltanum út úr erfiðum stöðum. Það gekk ekki nógu vel í þessum leik og við vorum að missa boltann klaufalega trekk í trekk og senda hann til þeirra jafnvel þótt við værum ekki undir pressu. Þær refsuðu nokkrum sinnum fyrir þau mistök,“ sagði Jón Þór enn fremur um spilamennsku íslenska liðsins í leiknum. „Það er meðvituð stefna bæði hjá yngri landsliðum og A-landsliðinu að vera betri í því að spila boltanum á milli línanna og þora að fá boltann í erfiðum stöðum og leysa á annan hátt en að beita löngum sendingum. Við hvikum ekkert frá þeirri stefnu þrátt fyrir að hafa tapað illa í þessum leik og það hafi gengið brösuglega í þetta skiptið. Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram að vinna í því að koma leikmönnum út úr skelinni og bæta þær í því að losa pressu með þeim hætti sem við viljum innleiða. Það er gömul saga og ný hjá íslenskum landsliðum að þetta er vandamál og við hyggjumst tækla vandamálið í staðinn fyrir að fela það,“ segir hann um lærdóminn sem liðið tekur af leiknum. „Þetta var einnig þörf áminning fyrir okkur að ef að við erum ekki með grunnatriðin á hreinu þá fer illa. Það er ekki nóg að ætla að bæta sóknarleikinn og vinna leiki út frá því að spila boltanum vel á milli sín. Það þarf alltaf að berjast, spila skipulagðan varnarleik og vera fastar fyrir í návígi alls staðar á vellinum ef vel á að fara,“ sagði Jón Þór enn fremur um það sem hann tekur út úr leiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í tæp tvö ár og Dagný Brynjarsdóttir spilaði aftur í tíu mínútur eftir að hafa verið fjarverandi frá haustinu 2017. Jón Þór segir að þessir leikmenn séu töluvert frá sínu besta formi en jákvætt sé að undankeppni EM 2021 hefjist ekki fyrr en næsta haust. „Við bindum vonir við það að Dagný komist á skrið á undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum og leiki stórt hlutverk hjá Portland Thorns í framhaldinu. Sömuleiðis vonum við að Margrét Lára standi sig vel með Val í sumar. Þær eru báðar mikilvægar í okkar framtíðarplönum og það væri óskandi að þær væru komnar í sitt besta form þegar undankeppnin hefst um mánaðamótin ágúst og september síðar á þessu ári,“ segir þjálfarinn um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58