Fá 300 milljónir króna í styrk til að byggja upp lífsýnasafn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:29 Rannsóknarhópurinn starfar undir forystu Sigurðar Yngva Kristinsson, prófessors í blóðsjúkdómum. kristinn ingvarsson Rannsóknarhópur sem starfar undir forystu Sigurðar Yngva Kristinsson, prófessors í blóðskjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið 300 milljóna króna styrk til þess að byggja upp lífsýnasafn í tengslum við þjóðarátakið Blóðskimun til bjargar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Háskóla Íslands en Blóðskimun til bjargar er ein umfangsmesta rannsókn sem farið hefur fram í heiminum. Alls taka um 80 þúsund manns hér á landi þátt í rannsókninni sem ýtt var úr vör haustið 2016 í samstarfi Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Markmið átaksins er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis, komast að orsökum sjúkdómsins til þess að bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og um leit leita lækninga við honum. Öllum einstaklingum, sem fæddir eru 1975 eða fyrr hér á landi, var boðið að taka þátt í rannsókninni. Styrkurinn sem rannsakendur hljóta nú til þess að byggja upp lífsýnasafnið er veittur í gegnum Black Swan Research Institute sem er verkefni innan góðgerðasamtakanna International Myeloma Foundation. „Um er að ræða elsta og stærsta sjóð í heimi sem styrkir sérstaklega rannsóknir á mergæxlum en markmið hans er að stuðla að lækningu mergæxlis og bættum lífsgæðum fyrir mergæxlissjúklinga bæði með rannsóknum, fræðslu, stuðningi og ráðgjöf. Sjúkdómurinn er ólæknandi og árlega greinast um 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Samfara auknum rannsóknum á sjúkdómnum og nýjum og betri lyfjum hafa horfur sjúklinga með mergæxli hins vegar batnað gríðarlega síðastliðin ár,“ segir í tilkynningu háskólans en nánari upplýsingar má nálgast hér. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Rannsóknarhópur sem starfar undir forystu Sigurðar Yngva Kristinsson, prófessors í blóðskjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið 300 milljóna króna styrk til þess að byggja upp lífsýnasafn í tengslum við þjóðarátakið Blóðskimun til bjargar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Háskóla Íslands en Blóðskimun til bjargar er ein umfangsmesta rannsókn sem farið hefur fram í heiminum. Alls taka um 80 þúsund manns hér á landi þátt í rannsókninni sem ýtt var úr vör haustið 2016 í samstarfi Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Markmið átaksins er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis, komast að orsökum sjúkdómsins til þess að bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og um leit leita lækninga við honum. Öllum einstaklingum, sem fæddir eru 1975 eða fyrr hér á landi, var boðið að taka þátt í rannsókninni. Styrkurinn sem rannsakendur hljóta nú til þess að byggja upp lífsýnasafnið er veittur í gegnum Black Swan Research Institute sem er verkefni innan góðgerðasamtakanna International Myeloma Foundation. „Um er að ræða elsta og stærsta sjóð í heimi sem styrkir sérstaklega rannsóknir á mergæxlum en markmið hans er að stuðla að lækningu mergæxlis og bættum lífsgæðum fyrir mergæxlissjúklinga bæði með rannsóknum, fræðslu, stuðningi og ráðgjöf. Sjúkdómurinn er ólæknandi og árlega greinast um 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Samfara auknum rannsóknum á sjúkdómnum og nýjum og betri lyfjum hafa horfur sjúklinga með mergæxli hins vegar batnað gríðarlega síðastliðin ár,“ segir í tilkynningu háskólans en nánari upplýsingar má nálgast hér.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11