Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. mars 2019 06:30 Hagnaður HS Veitna, sem er að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, dróst saman milli ára og nam 682 milljónum króna í fyrra. Fréttablaðið/Valli Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira