Alls ekki sama hvernig við þvoum hárið á okkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2019 19:30 Það er alls ekki saman hvernig við þvoum hárið á okkur og margt sem þarf að hafa í huga við slíkan þvott, ekki síst að velja rétt sjampó sem fær hárið til að freyða vel. Þá er mikilvægt að unglingar tvísápi hárið sitt. Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott? „Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans. „Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við. Hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja var með skemmtilega kynningu á þemadögum skólans um hárþvott og fleira sem tengist hári.Magnús HlynurÁsdís segist halda að flestir þvoi hárið á sér rétt en það megi þó alltaf gera betur í þeim efnum, unga fólkið megi t.d. vanda sig betur. „Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“. Aðeins fjórir nemendur eru á hárgreiðslubraut skólans, þeim hefur fækkað töluvert síðustu ár. Ástæðan er sú að nemendum gengur illa að komast á samning.En hvað með þá sem eru að glíma við flösu eins og fréttamaður, hvað gera bændur í þeirri stöðu? „Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk. Ásdís Björk, hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurlands sá um að fræða fréttamann um reglurnar um góðan þvott á hári og hvað ber helst að hafa þar í huga. Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Það er alls ekki saman hvernig við þvoum hárið á okkur og margt sem þarf að hafa í huga við slíkan þvott, ekki síst að velja rétt sjampó sem fær hárið til að freyða vel. Þá er mikilvægt að unglingar tvísápi hárið sitt. Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott? „Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans. „Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við. Hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja var með skemmtilega kynningu á þemadögum skólans um hárþvott og fleira sem tengist hári.Magnús HlynurÁsdís segist halda að flestir þvoi hárið á sér rétt en það megi þó alltaf gera betur í þeim efnum, unga fólkið megi t.d. vanda sig betur. „Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“. Aðeins fjórir nemendur eru á hárgreiðslubraut skólans, þeim hefur fækkað töluvert síðustu ár. Ástæðan er sú að nemendum gengur illa að komast á samning.En hvað með þá sem eru að glíma við flösu eins og fréttamaður, hvað gera bændur í þeirri stöðu? „Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk. Ásdís Björk, hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurlands sá um að fræða fréttamann um reglurnar um góðan þvott á hári og hvað ber helst að hafa þar í huga.
Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira