Alls ekki sama hvernig við þvoum hárið á okkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2019 19:30 Það er alls ekki saman hvernig við þvoum hárið á okkur og margt sem þarf að hafa í huga við slíkan þvott, ekki síst að velja rétt sjampó sem fær hárið til að freyða vel. Þá er mikilvægt að unglingar tvísápi hárið sitt. Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott? „Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans. „Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við. Hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja var með skemmtilega kynningu á þemadögum skólans um hárþvott og fleira sem tengist hári.Magnús HlynurÁsdís segist halda að flestir þvoi hárið á sér rétt en það megi þó alltaf gera betur í þeim efnum, unga fólkið megi t.d. vanda sig betur. „Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“. Aðeins fjórir nemendur eru á hárgreiðslubraut skólans, þeim hefur fækkað töluvert síðustu ár. Ástæðan er sú að nemendum gengur illa að komast á samning.En hvað með þá sem eru að glíma við flösu eins og fréttamaður, hvað gera bændur í þeirri stöðu? „Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk. Ásdís Björk, hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurlands sá um að fræða fréttamann um reglurnar um góðan þvott á hári og hvað ber helst að hafa þar í huga. Reykjanesbær Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Það er alls ekki saman hvernig við þvoum hárið á okkur og margt sem þarf að hafa í huga við slíkan þvott, ekki síst að velja rétt sjampó sem fær hárið til að freyða vel. Þá er mikilvægt að unglingar tvísápi hárið sitt. Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott? „Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans. „Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við. Hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja var með skemmtilega kynningu á þemadögum skólans um hárþvott og fleira sem tengist hári.Magnús HlynurÁsdís segist halda að flestir þvoi hárið á sér rétt en það megi þó alltaf gera betur í þeim efnum, unga fólkið megi t.d. vanda sig betur. „Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“. Aðeins fjórir nemendur eru á hárgreiðslubraut skólans, þeim hefur fækkað töluvert síðustu ár. Ástæðan er sú að nemendum gengur illa að komast á samning.En hvað með þá sem eru að glíma við flösu eins og fréttamaður, hvað gera bændur í þeirri stöðu? „Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk. Ásdís Björk, hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurlands sá um að fræða fréttamann um reglurnar um góðan þvott á hári og hvað ber helst að hafa þar í huga.
Reykjanesbær Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira