Í myndefninu sést glaðlegur ungur maður með kankvíst bros. Myndefnið er tekið upp í „mockumentary“ stíl um hljómsveitina Quest. Lóa bauð móður hans Ingibjörgu Kolbeinsdóttur að koma og skoða myndefnið.
Það yljaði Ingibjörgu um móðurhjartað eins og sjá má í myndbroti sem hér fylgir. Ingibjörg segist enga skýringu hafa fengið á því af hverju Ingólfur Bjarni tók þessa skelfilegu ákvörðun að svipta sig lífi á fimmtudegi í september árið 2017.
Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. Að jafnaði eru það fjórum sinnum fleiri karlar en konur sem taka þessa síðustu skelfilegu ákvörðun í lífi sínu.
Fyrsti þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20:10. Þar er rætt við móður, systur og dóttur tveggja einstaklinga sem hafa svipt sig lífi. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.
Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:
Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn.
Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is.
Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is.