Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:45 Einar Ísfjörð, verslunarstjóri Staðarskála, telur að fyrsti hamborgarinn hafi verið seldur í gamla Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45