Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 08:00 „Mér finnst þetta fyndin spurning,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, spurður hvort hann skynjaði að það væri enn sama hungur og drifkraftur í íslenska landsliðinu og á fyrri árum. „Af því að maður hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Maður veit alveg hvernig hugsunarháttur er í þessu landsliði,“ sagði hann enn fremur. Eftir frábært gengi íslenska liðsins síðustu árin þar sem Ísland komst bæði á EM 2016 og HM 2018 þá tók við slæmur kafli í haust, þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. Raunar hefur Ísland ekki unnið mótsleik síðan haustið 2017. „Við vitum hvernig tilfinningin er að komast á stórmót og ef þig langar ekki að fá hana aftur þá geturðu allt eins hætt þessu,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn. „Ég veit og get talað fyrir hópinn að það er gífurlegt hungur í okkur. Menn vilja segja skilið við síðasta ár, sem var erfitt. Það gekk ekki allt upp sem við lögðum upp með eins og gengur og gerist.“Aron Einar í leik með landsliðinu.vísir/gettyEkki mörg lið í þessum riðli sem geta stoppað okkur „En sem betur fer er nú komin ný keppni og nýtt upphaf. Ég er hrikalega spenntur. Þetta er erfiður riðill en samt riðill sem við getum komist upp úr.“ Ísland hefur leik í undankeppni EM 2020 á föstudag, er strákarnir okkar mæta Andorra. Eftir það tekur við leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag en þar að auki eru Tyrkland, Albanía og Moldóva í sama riðli. Tvö efstu liðin komast beint á EM 2020. Besta leiðin til að drífa menn áfram í nýrri keppni, að sögn fyrirliðans, er að endurheimta þá sigurhefð sem var komin hjá íslenska landsliðinu. „Við þurfum að skapa þessa sigurhefð aftur. Við unnum ekki mjög marga leiki á síðasta ári en ef okkur tekst að komast aftur á skrið þá eru ekki mörg lið í þessum riðli að fara að stoppa okkur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
„Mér finnst þetta fyndin spurning,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, spurður hvort hann skynjaði að það væri enn sama hungur og drifkraftur í íslenska landsliðinu og á fyrri árum. „Af því að maður hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Maður veit alveg hvernig hugsunarháttur er í þessu landsliði,“ sagði hann enn fremur. Eftir frábært gengi íslenska liðsins síðustu árin þar sem Ísland komst bæði á EM 2016 og HM 2018 þá tók við slæmur kafli í haust, þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. Raunar hefur Ísland ekki unnið mótsleik síðan haustið 2017. „Við vitum hvernig tilfinningin er að komast á stórmót og ef þig langar ekki að fá hana aftur þá geturðu allt eins hætt þessu,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn. „Ég veit og get talað fyrir hópinn að það er gífurlegt hungur í okkur. Menn vilja segja skilið við síðasta ár, sem var erfitt. Það gekk ekki allt upp sem við lögðum upp með eins og gengur og gerist.“Aron Einar í leik með landsliðinu.vísir/gettyEkki mörg lið í þessum riðli sem geta stoppað okkur „En sem betur fer er nú komin ný keppni og nýtt upphaf. Ég er hrikalega spenntur. Þetta er erfiður riðill en samt riðill sem við getum komist upp úr.“ Ísland hefur leik í undankeppni EM 2020 á föstudag, er strákarnir okkar mæta Andorra. Eftir það tekur við leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag en þar að auki eru Tyrkland, Albanía og Moldóva í sama riðli. Tvö efstu liðin komast beint á EM 2020. Besta leiðin til að drífa menn áfram í nýrri keppni, að sögn fyrirliðans, er að endurheimta þá sigurhefð sem var komin hjá íslenska landsliðinu. „Við þurfum að skapa þessa sigurhefð aftur. Við unnum ekki mjög marga leiki á síðasta ári en ef okkur tekst að komast aftur á skrið þá eru ekki mörg lið í þessum riðli að fara að stoppa okkur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15
Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30