Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. mars 2019 06:15 Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Fréttablaðið/Anton Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. Þær lögðu áherslu á að málið yrði skoðað af yfirvegun og ítarlegt hagsmunamat færi fram áður en ákvörðun um beiðni um málskot verði tekin. Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði lýst með eindregnum hætti að það væri hennar vilji að málinu yrði vísað til efri deildar MDE, dró verulega í land og sagði mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Í dag er því ekki ein augljós leið að fara, með augljósum fararskjóta og augljósan áfangastað. Það væri enda óráð að hafa valið sér leiðina og áfangastaðinn strax. Það sem skiptir mestu máli er að hafa valið sér leiðarljós. Og mitt leiðarljós er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun, heildstætt og í samráði til að tryggja virkni dómstólanna, traust á dómskerfinu og réttaröryggi í landinu,“ sagði Þórdís. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hvöttu einnig til þess að varlega yrði stigið til jarðar í ákvörðunum um framhaldið. Bæði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, véku að umdeildum skipunum dómara á undanförnum áratugum sem leitt hafa af sér málaferli og bótagreiðslur af hálfu ríkisvaldsins og sögðust binda vonir við að með dómi MDE myndu pólitískar skipanir dómara hér á landi líða undir lok. Þórhildur Sunna vísaði til eftiráskýringa fráfarandi dómsmálaráðherra, meðal annars um að hún hefði ákveðið að auka vægi dómarareynslu við mat á umsækjendum. Þórhildur Sunna sagði þessa eftiráskýringu kunnuglegt stef og rifjaði upp sambærilegar skýringar annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. Þær lögðu áherslu á að málið yrði skoðað af yfirvegun og ítarlegt hagsmunamat færi fram áður en ákvörðun um beiðni um málskot verði tekin. Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði lýst með eindregnum hætti að það væri hennar vilji að málinu yrði vísað til efri deildar MDE, dró verulega í land og sagði mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Í dag er því ekki ein augljós leið að fara, með augljósum fararskjóta og augljósan áfangastað. Það væri enda óráð að hafa valið sér leiðina og áfangastaðinn strax. Það sem skiptir mestu máli er að hafa valið sér leiðarljós. Og mitt leiðarljós er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun, heildstætt og í samráði til að tryggja virkni dómstólanna, traust á dómskerfinu og réttaröryggi í landinu,“ sagði Þórdís. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hvöttu einnig til þess að varlega yrði stigið til jarðar í ákvörðunum um framhaldið. Bæði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, véku að umdeildum skipunum dómara á undanförnum áratugum sem leitt hafa af sér málaferli og bótagreiðslur af hálfu ríkisvaldsins og sögðust binda vonir við að með dómi MDE myndu pólitískar skipanir dómara hér á landi líða undir lok. Þórhildur Sunna vísaði til eftiráskýringa fráfarandi dómsmálaráðherra, meðal annars um að hún hefði ákveðið að auka vægi dómarareynslu við mat á umsækjendum. Þórhildur Sunna sagði þessa eftiráskýringu kunnuglegt stef og rifjaði upp sambærilegar skýringar annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira