Meint fíkniefni fundust í farangursrými bifreiðar ökumanns sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði vegna gruns um fíkniefnaakstur um helgina.
Þá voru tíu ökumenn til viðbótar teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur en einn þeirra ók bifreið sem var óskoðuð, auk þess sem öryggisbúnaði hennar var verulega ábótavant og voru skráningarmerki tekin af henni. Einnig voru höfð afskipti af fáeinum ökumönnum sem óku sviptir ökuréttindum
Stöðvaður með fíkniefni í bílnum
Kristín Ólafsdóttir skrifar
