Anthony Martial verður ekki í landsliðshópi Frakka sem mætir Íslandi eftir rúma viku vegna meiðsla.
Martial fann fyrir eymslum í hægra hné í leik Manchester United og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær og eftir viðræður á milli lækna United og franska landsliðsins var ákveðið að Martial myndi draga sig úr hópnum.
Inn í hans stað kemur Thomas Lemar, leikmaður Atletico Madrid.
Undankeppni EM 2020 hefst í næstu viku og byrja heimsmeistararnir á leik við Moldóvu á föstudag. Þeir taka svo á móti íslensku strákunum á Stade de France mánudagskvöldið 25. mars.
Martial ekki með gegn Íslandi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn