Bjarni Jóhannes svipti sig lífi 26 ára gamall en hann hafði glímt við kvíða og þunglyndi. Bjarni var söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Churchhouse Creepers.
Faðir Bjarna er meðal viðmælenda í 3. Þætti af Viltu í alvöru deyja á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:40 og verður þar rætt við Erlu Hlynsdóttur sem missti föður sinn á aðfangadag eða jóladag árið 2017 sem og Ólaf og hljómsveitina Dimmu um fráfall Bjarna Jóhannesar.
Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.
Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:
Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn
Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is
Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is