Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 12:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15
Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15
Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00