Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 10:48 Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar hefur beðið almenning á Írlandi um hjálp við leitina að Jóni sem hefur verið saknað frá því 9. febrúar síðastliðinn. Þetta gerir fjölskyldan með því að senda fréttatilkynningu á írska fjölmiðla í dag. Jón Þröstur sást síðast í hverfinu Whitehall í norður Dyflinni en í fréttatilkynningunni kemur fram að írska björgunarsveitin hefði fínkembt svæðið og því sé afar ólíklegt að Jón sé í Whitehall. Hefur fjölskyldan lagt af stað með „Hefur þú séð bróður minn?“-herferðina til að ná til sem flestra í von um að Jón finnist. Eru Írar hvattir til að prenta út plakat þar sem vakin er athygli á því að Jóns sé saknað. Er fólk beðið um að hengja plakatið upp á vinnustöðum sínum, í bílum, sporvögnum, biðskýlum og á kappleikjum.Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi.Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar, segir í tilkynningunni að fjölskyldan vonist til að sem flestir taki þátt svo myndin af Jóni nái til þeirra sem gætu haft upplýsingar um hvarf hans. Jón Þröstur fór út af hóteli sínu klukkan ellefu að morgni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans frá þeim stað. Taldar eru líkur á að hann hafi sest upp í ökutæki og ferðast eitthvert innan Írlands. Jón yfirgaf hótelið án vegabréfs eða annarra skilríkja og því talið ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið en þó ekki útilokað að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Bretlandseyja án skilríkja. Fjölskylda Jóns hefur verið í Írlandi undanfarnar vikur og hefur ekki í hyggju að yfirgefa landið án hans. „Við gefumst ekki upp. Við erum svo virkilega þakklát fyrir stuðninginn og alla þá hjálp sem við höfum fengið frá írsku þjóðinni og vonum að herferðin um allt land muni skila Jóni heim,“ segir Davíð Karl í tilkynningunni. Jóni er þar lýst sem blíðum og ástríkum fjögurra barna föður og hvarfið sagt afar ólíkt honum. Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar hefur beðið almenning á Írlandi um hjálp við leitina að Jóni sem hefur verið saknað frá því 9. febrúar síðastliðinn. Þetta gerir fjölskyldan með því að senda fréttatilkynningu á írska fjölmiðla í dag. Jón Þröstur sást síðast í hverfinu Whitehall í norður Dyflinni en í fréttatilkynningunni kemur fram að írska björgunarsveitin hefði fínkembt svæðið og því sé afar ólíklegt að Jón sé í Whitehall. Hefur fjölskyldan lagt af stað með „Hefur þú séð bróður minn?“-herferðina til að ná til sem flestra í von um að Jón finnist. Eru Írar hvattir til að prenta út plakat þar sem vakin er athygli á því að Jóns sé saknað. Er fólk beðið um að hengja plakatið upp á vinnustöðum sínum, í bílum, sporvögnum, biðskýlum og á kappleikjum.Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi.Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar, segir í tilkynningunni að fjölskyldan vonist til að sem flestir taki þátt svo myndin af Jóni nái til þeirra sem gætu haft upplýsingar um hvarf hans. Jón Þröstur fór út af hóteli sínu klukkan ellefu að morgni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans frá þeim stað. Taldar eru líkur á að hann hafi sest upp í ökutæki og ferðast eitthvert innan Írlands. Jón yfirgaf hótelið án vegabréfs eða annarra skilríkja og því talið ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið en þó ekki útilokað að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Bretlandseyja án skilríkja. Fjölskylda Jóns hefur verið í Írlandi undanfarnar vikur og hefur ekki í hyggju að yfirgefa landið án hans. „Við gefumst ekki upp. Við erum svo virkilega þakklát fyrir stuðninginn og alla þá hjálp sem við höfum fengið frá írsku þjóðinni og vonum að herferðin um allt land muni skila Jóni heim,“ segir Davíð Karl í tilkynningunni. Jóni er þar lýst sem blíðum og ástríkum fjögurra barna föður og hvarfið sagt afar ólíkt honum.
Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira