Upphitun: Slagurinn á toppnum Bragi Þórðarson skrifar 15. mars 2019 18:15 Nær Vettel að stöðva sigurgöngu Mercedes? Getty Nú þegar aðeins tveir dagar eru í ræsingu á fyrsta kappakstri tímabilsins er komið að lokakafla upphitun Vísis. Ljóst er að slagurinn um fyrsta sætið í keppni bílasmiða verður á milli Ferrari og Mercedes rétt eins og síðastliðin þrjú ár.FerrariÖkumenn: Sebastian Vettel og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 571 Sebastian Vettel og Ferrari hafa misst af titlunum síðustu tvö ár. Ljóst var að liðið þurfti að breyta eitthverju og var það liðsstjórinn, Maurizio Arrivabene, sem var rekinn í vetur. Auk þess er Sebastian kominn með nýjan liðsfélaga, hinn 21 árs Charles Leclerc, yngsti ökumaður Ferrari í tæp fimmtíu ár. Þetta mun án efa setja meiri pressu á Þjóðverjann. Andrúmsloftið er gott í Ferrari liðinu þessa dagana. Ítalska liðið var hraðast í prófunum og stefnir á sinn fyrsta titil bílasmiða síðan 2008.Hamilton er fimmfaldur meistari og stefnir á þann sjötta í árGettyMercedesÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 655 Þýski bílaframleiðandinn hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að reglum var breytt í Formúlunni árið 2014. Síðan þá hefur liðið unnið báða titla fimm ár í röð og Lewis Hamilton hefur unnið helming allra keppna. Mercedes er aðeins eitt af tveimur liðum sem gerir engar breytingar á ökumönnum sínum. Valtteri Bottas heldur sæti sínu þrátt fyrir að ná engum sigri í fyrra. Lewis stefnir að því að gerast besti ökuþór allra tíma en til þess vantar honum tvo titla og 18 sigra í viðbót. Eftir fyrstu tvær æfingarnar í Melbourne er það Hamilton sem er hraðastur. Það lýtur því út fyrir að Mercedes liðið hafi ennþá yfirhöndina gegn Ferrari. Þetta kemur allt betur í ljós í tímatökum á laugardaginn og svo í kappakstrinum á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin Formúla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í ræsingu á fyrsta kappakstri tímabilsins er komið að lokakafla upphitun Vísis. Ljóst er að slagurinn um fyrsta sætið í keppni bílasmiða verður á milli Ferrari og Mercedes rétt eins og síðastliðin þrjú ár.FerrariÖkumenn: Sebastian Vettel og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 571 Sebastian Vettel og Ferrari hafa misst af titlunum síðustu tvö ár. Ljóst var að liðið þurfti að breyta eitthverju og var það liðsstjórinn, Maurizio Arrivabene, sem var rekinn í vetur. Auk þess er Sebastian kominn með nýjan liðsfélaga, hinn 21 árs Charles Leclerc, yngsti ökumaður Ferrari í tæp fimmtíu ár. Þetta mun án efa setja meiri pressu á Þjóðverjann. Andrúmsloftið er gott í Ferrari liðinu þessa dagana. Ítalska liðið var hraðast í prófunum og stefnir á sinn fyrsta titil bílasmiða síðan 2008.Hamilton er fimmfaldur meistari og stefnir á þann sjötta í árGettyMercedesÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 655 Þýski bílaframleiðandinn hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að reglum var breytt í Formúlunni árið 2014. Síðan þá hefur liðið unnið báða titla fimm ár í röð og Lewis Hamilton hefur unnið helming allra keppna. Mercedes er aðeins eitt af tveimur liðum sem gerir engar breytingar á ökumönnum sínum. Valtteri Bottas heldur sæti sínu þrátt fyrir að ná engum sigri í fyrra. Lewis stefnir að því að gerast besti ökuþór allra tíma en til þess vantar honum tvo titla og 18 sigra í viðbót. Eftir fyrstu tvær æfingarnar í Melbourne er það Hamilton sem er hraðastur. Það lýtur því út fyrir að Mercedes liðið hafi ennþá yfirhöndina gegn Ferrari. Þetta kemur allt betur í ljós í tímatökum á laugardaginn og svo í kappakstrinum á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin
Formúla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira