Besta sem hann hefur séð til Liverpool á síðastliðnu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 10:00 Sadio Mane skorar fyrra mark sitt í gær á stórglæsilegan hátt. Getty/Craig Mercer Knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sem þekkir mjög vel til hjá Liverpool, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins á móti Bayern München á Allianz Arena í München í gær. Mark Lawrenson vann þrettán titla með Liverpool á níunda áratugnum þar á meðal Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 og enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann hefur unnið fyrir BBC undanfarin ár. Lawrenson fór yfir leik Liverpool í gærkvöldi en enska liðið vann þá 3-1 útisigur á Bayern München og tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“The best I have seen them play in the past year.” Mark Lawrenson’s thoughts on Liverpool’s Champions League winhttps://t.co/6JPPGzEFBWpic.twitter.com/iYGpoqixpA — BBC Sport (@BBCSport) March 14, 2019„Frammistaða Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum í München var sú besta sem ég hef séð til liðsins á síðastliðnu ári og þá tel ég með sigurleikina sem komu Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Mark Lawrenson í pistli sínum. „Jurgen Klopp var með réttu taktíkina og Liverpool liðið gerði allt sem það þurfti að gera þessar 45 mínútur. Í stöðunni 1-1 í hálfleik var allt í jafnvægi ennþá. Ég hafði smá áhyggjur af Bayern væri að komast betur inn í leikinn rétt fyrir hálfleik en Klopp þétti vörnina í hálfleik og liðið ógnaði líka meira á hinum enda vallarins,“ skrifaði Lawrenson. „Virgil van Dijk var með enn eina klassaframmistöðuna og skoraði síðan þetta mikilvæga annað mark líka. Það var enginn að fara að stoppa hann þegar réðist á hornspyrnu James Milner. Sadio Mane var líka frábær í framlínunni en hann var ekki sá eini,“ skrifaði Lawrenson. „Mikið hefur verið fjallað um form Liverpool liðsins að undanförnu og þeir voru bara venjulegir á Old Trafford og Goodison Park. Í þessum leik sýndu þeir aftur á móti hversu erfiðir þeir eru við að eiga,“ skrifaði Lawrenson. „Þetta var stórkostleg frammistaða en um leið allt öðru vísi en sóknarveislan sem liðið bauð upp á síðasta tímabili. Þá þurfti Liverpool að skora nóg af mörkum af því þeir voru veikir fyrir í vörninni,“ sagði Lawrenson og bætti við: „Frammistaða liðsins á miðvikudagskvöldið var meira í takt við þá sem bestu liðin í álfunni sýna. Þá á ég við hvernig þeir tóku öll völd í leik á móti erfiðum mótherja og komust þægilega áfram.,“ skrifaði Lawrenson. Það má lesa allan pistil Mark Lawrenson með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07 Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00 Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sem þekkir mjög vel til hjá Liverpool, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins á móti Bayern München á Allianz Arena í München í gær. Mark Lawrenson vann þrettán titla með Liverpool á níunda áratugnum þar á meðal Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 og enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann hefur unnið fyrir BBC undanfarin ár. Lawrenson fór yfir leik Liverpool í gærkvöldi en enska liðið vann þá 3-1 útisigur á Bayern München og tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“The best I have seen them play in the past year.” Mark Lawrenson’s thoughts on Liverpool’s Champions League winhttps://t.co/6JPPGzEFBWpic.twitter.com/iYGpoqixpA — BBC Sport (@BBCSport) March 14, 2019„Frammistaða Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum í München var sú besta sem ég hef séð til liðsins á síðastliðnu ári og þá tel ég með sigurleikina sem komu Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Mark Lawrenson í pistli sínum. „Jurgen Klopp var með réttu taktíkina og Liverpool liðið gerði allt sem það þurfti að gera þessar 45 mínútur. Í stöðunni 1-1 í hálfleik var allt í jafnvægi ennþá. Ég hafði smá áhyggjur af Bayern væri að komast betur inn í leikinn rétt fyrir hálfleik en Klopp þétti vörnina í hálfleik og liðið ógnaði líka meira á hinum enda vallarins,“ skrifaði Lawrenson. „Virgil van Dijk var með enn eina klassaframmistöðuna og skoraði síðan þetta mikilvæga annað mark líka. Það var enginn að fara að stoppa hann þegar réðist á hornspyrnu James Milner. Sadio Mane var líka frábær í framlínunni en hann var ekki sá eini,“ skrifaði Lawrenson. „Mikið hefur verið fjallað um form Liverpool liðsins að undanförnu og þeir voru bara venjulegir á Old Trafford og Goodison Park. Í þessum leik sýndu þeir aftur á móti hversu erfiðir þeir eru við að eiga,“ skrifaði Lawrenson. „Þetta var stórkostleg frammistaða en um leið allt öðru vísi en sóknarveislan sem liðið bauð upp á síðasta tímabili. Þá þurfti Liverpool að skora nóg af mörkum af því þeir voru veikir fyrir í vörninni,“ sagði Lawrenson og bætti við: „Frammistaða liðsins á miðvikudagskvöldið var meira í takt við þá sem bestu liðin í álfunni sýna. Þá á ég við hvernig þeir tóku öll völd í leik á móti erfiðum mótherja og komust þægilega áfram.,“ skrifaði Lawrenson. Það má lesa allan pistil Mark Lawrenson með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07 Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00 Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjá meira
Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07
Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00
Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30