Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 17:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. Vísir/stöð 2 „Hvað er eiginlega á seyði? Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fara að draga okkur út úr Mannréttindadómstól Evrópu?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu, sem var skelkuð eftir að hafa setið undir orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigríðar Á Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, um Mannréttindadómstól Evrópu. Að loknum blaðamannafundi spurði fjármálaráðherra hvort við hefðum framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu og sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni. Helga Vala segir að með orðræðu fráfarandi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um MDE sé lagður grunnur að því að líkjast löndum sem við viljum allajafna ekki bera okkur saman við. „Erum við komin þangað? Erum við að fylkja okkur í lið með ráðstjórnarríkjunum Ungverjalandi og Póllandi sem hafa sýnt mjög svo geræðislega tilburði að undanförnu. Mér brá. Hvaða rugl er þetta?“ segir Helga Vala sem segir að það sé mjög alvarlegt að grafa undan Mannréttindadómstól Evrópu sem hafi fært okkur ótal réttarbætur og aukið tiltrú á réttarkerfinu. „Eitt er dómsmálaráðherra í vörn sinni en annað þegar formaður flokksins er farinn að bakka þetta upp þá auðvitað hættir manni að standa á sama,“ segir Helga Vala um orðræðu Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, síðdegis í dag að hún hefði miklar áhyggjur af orðfæri Sigríðar og Bjarna. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir „Ég sem formaður laga og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er bara frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri.“ Þórhildur Sunna segir þá að ríkisstjórnin hefði átt að vera betur undirbúin fyrir niðurstöðu MDE í ljósi þess að þetta hafi lengi legið fyrir. Það gangi ekki að ríkisstjórnin viti ekki hvað skuli gera næst. Dómsmálaráðuneytið megi ekki mæta afgangi Helga Vala segir að það sé ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram við dómsmálaráðuneytið sem einhverja afgangsstærð. Þetta sé gríðarlega mikilvægt ráðuneyti sem megi ekki mæta afgangi. Hún bendir þá á að það sé ekki til neitt stjórnskipunarlega sem heiti að „stíga til hliðar“ tímabundið sem ráðherra. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal sem Heimir Már Pétursson fréttamaður tók við Þórhildi Sunnu skömmu eftir að Sigríður Á. Andersen tilkynnti að hún hyggðist stíga til hliðar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
„Hvað er eiginlega á seyði? Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fara að draga okkur út úr Mannréttindadómstól Evrópu?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu, sem var skelkuð eftir að hafa setið undir orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigríðar Á Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, um Mannréttindadómstól Evrópu. Að loknum blaðamannafundi spurði fjármálaráðherra hvort við hefðum framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu og sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni. Helga Vala segir að með orðræðu fráfarandi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um MDE sé lagður grunnur að því að líkjast löndum sem við viljum allajafna ekki bera okkur saman við. „Erum við komin þangað? Erum við að fylkja okkur í lið með ráðstjórnarríkjunum Ungverjalandi og Póllandi sem hafa sýnt mjög svo geræðislega tilburði að undanförnu. Mér brá. Hvaða rugl er þetta?“ segir Helga Vala sem segir að það sé mjög alvarlegt að grafa undan Mannréttindadómstól Evrópu sem hafi fært okkur ótal réttarbætur og aukið tiltrú á réttarkerfinu. „Eitt er dómsmálaráðherra í vörn sinni en annað þegar formaður flokksins er farinn að bakka þetta upp þá auðvitað hættir manni að standa á sama,“ segir Helga Vala um orðræðu Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, síðdegis í dag að hún hefði miklar áhyggjur af orðfæri Sigríðar og Bjarna. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir „Ég sem formaður laga og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er bara frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri.“ Þórhildur Sunna segir þá að ríkisstjórnin hefði átt að vera betur undirbúin fyrir niðurstöðu MDE í ljósi þess að þetta hafi lengi legið fyrir. Það gangi ekki að ríkisstjórnin viti ekki hvað skuli gera næst. Dómsmálaráðuneytið megi ekki mæta afgangi Helga Vala segir að það sé ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram við dómsmálaráðuneytið sem einhverja afgangsstærð. Þetta sé gríðarlega mikilvægt ráðuneyti sem megi ekki mæta afgangi. Hún bendir þá á að það sé ekki til neitt stjórnskipunarlega sem heiti að „stíga til hliðar“ tímabundið sem ráðherra. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal sem Heimir Már Pétursson fréttamaður tók við Þórhildi Sunnu skömmu eftir að Sigríður Á. Andersen tilkynnti að hún hyggðist stíga til hliðar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22