Elías Rafn Ólafsson var í marki Midtjylland í Meistaradeild ungmenna í fótbolta í dag þegar danska liðið sló út Manchester United og komst í átta liða úrslit keppninnar.
Midtjylland vann leikinn 3-1 og tryggði sér leik á móti annaðhvort Porto eða Tottenham Hotspur.
Nicky Butt þjálfar þetta lið hjá Manchester United.
Elías Rafn Ólafsson var í markinu og aðeins Angel Gomes náði að skora hjá honum og það úr vítaspyrnu á 31. mínútu. Gomes jafnaði þá metin í 1-1.
Gustav Isaksen, 17 ára strákur, skoraði tvö mörk fyrir danska liðið og þriðja markið skoraði Oliver Olsen.
Angel Gomes hefur verið að koma inná með aðalliði Manchester United sem og Tahith Chong sem spilaði allan leikinn en hann hefur líka komið við sögu hjá Ole Gunnar Solskjær.
Elías Rafn hélt upp á nítján ára afmælið sitt á mánudaginn en hann kemur upp úr unglingaliði Breiðablik. Elísa var seldur til danska liðsins í fyrrasumar.
Fín afmælisgjöf fyrir Elías Rafn að slá út Manchester United í Meistaradeildinni.
Elías Rafn og félagar slógu út Manchester United
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn