Cristiano Ronaldo: Þess vegna fengu þeir mig hingað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/Tullio M. Puglia Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira