Erfitt að segja til um endanleg áhrif dóms MDE að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2019 20:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira