„Taki poka sinn og hypji sig strax í burtu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2019 13:54 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til mótmæla þar sem krafist er að Sigríður Andersen sýni ábyrgð og segi af sér sem dómsmálaráðherra. Ætla mótmælendur að koma saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið klukkan hálf fimm í dag. Mannréttindadómstóll dæmdi í dag að skipan dómara í Landsrétti bryti gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Telur Mannréttindadómstólinn Sigríði hafa augljóslega hunsað reglur sem giltu um skipan dómara. Er Alþingi einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómara. Þeir sem standa að baki þessum mótmælum eru Gulstakkar, ungir jafnaðarmenn, ungir Píratar og samtökin Jæja. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er einn þeirra sem kemur að skipulagningu þessara mótmæla. „Það sem við förum fram á er að hún sýni ábyrgð, taki poka sinn og hypji sig strax í burtu,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Þetta verða ekki einu mótmælin á Austurvelli í dag því hálftíma eftir að mótmælin gegn Sigríði hefjast, munu mótmælendur taka sér stöðu fyrir framan Alþingi þar sem meðferð flóttamanna í hælisferli á Íslandi verður mótmælt. Er þess krafist að ekki verði farið í fleiri brottvísanir á hælisleitendum, þeir fái allir efnismeðferð og ekki verði horft til Dyflinnarreglugerðarinnar. Þá er þess krafist að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna, þeir fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú verði lokað. Meðferð hælisleitenda var einnig mótmælt á Austurvelli í gær þar sem til átak kom á milli lögreglu og mótmælenda. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla þar sem krafist er að Sigríður Andersen sýni ábyrgð og segi af sér sem dómsmálaráðherra. Ætla mótmælendur að koma saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið klukkan hálf fimm í dag. Mannréttindadómstóll dæmdi í dag að skipan dómara í Landsrétti bryti gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Telur Mannréttindadómstólinn Sigríði hafa augljóslega hunsað reglur sem giltu um skipan dómara. Er Alþingi einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómara. Þeir sem standa að baki þessum mótmælum eru Gulstakkar, ungir jafnaðarmenn, ungir Píratar og samtökin Jæja. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er einn þeirra sem kemur að skipulagningu þessara mótmæla. „Það sem við förum fram á er að hún sýni ábyrgð, taki poka sinn og hypji sig strax í burtu,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Þetta verða ekki einu mótmælin á Austurvelli í dag því hálftíma eftir að mótmælin gegn Sigríði hefjast, munu mótmælendur taka sér stöðu fyrir framan Alþingi þar sem meðferð flóttamanna í hælisferli á Íslandi verður mótmælt. Er þess krafist að ekki verði farið í fleiri brottvísanir á hælisleitendum, þeir fái allir efnismeðferð og ekki verði horft til Dyflinnarreglugerðarinnar. Þá er þess krafist að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna, þeir fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú verði lokað. Meðferð hælisleitenda var einnig mótmælt á Austurvelli í gær þar sem til átak kom á milli lögreglu og mótmælenda.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04