Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 07:40 Frá aðstæðum á vettvangi. landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12