Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar 25. mars 2019 21:35 Albert átti góða spretti. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta átti ekki mikla möguleika gegn heimsmeisturum Frakka þegar liðin mættust á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld.Frakkar unnu 4-0 sigur og eru með fullt hús stiga í riðlinum. Íslendingar eru aftur á móti með þrjú stig. Samuel Umtiti, Olivier Giroud, Kylian Mbappé og Antoine Griezmann skoruðu mörk heimsmeistaranna í kvöld. Albert Guðmundsson sýndi góða takta þrátt fyrir að vera í erfiðu hlutverki í framlínu Íslands en annars var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5Gat lítið gert í marki Umtiti og varði frábærlega frá Giroud sem komst í gott skallafæri stuttu síðar. Fór í úthlaup í öðru marki Frakka þar sem hann missti af boltanum og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Giroud.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Átti ágæta spretti en lenti í erfiðleikum, eins og margir. Missti af Mbappé þegar hann gaf fyrirgjöfina á Umtiti í marki Frakklands í fyrri hálfleik. Missti svo aftur af sama manni þegar Mbappé skoraði þriðja mark Frakka.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Svaf á verðinum þegar Umtiti kom Frökkum yfir í leiknum. Átti í vandræðum með spræka sóknarmenn Frakka. Bjargaði einu sinni vel í seinni hálfleik.Kári Árnason, miðvörður 5 Reyndi hvað hann gat að binda saman íslensku vörnina en það tókst ekki sem skyldi. Frakkar voru afar klókir í að finna leið í gegnum vörn Íslands. Gaf mikið eftir undir lokin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Var kröftugur, sérstaklega framan af leik. Oftast réttur maður á réttum stað, en það dró af honum eins og öðrum þegar leið á leikinn. Hefur ekki átt nógu góða leiki eftir að hann sneri aftur í landsliðið.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Hafði í nógu að snúast með kraftmikla framherja Frakkanna, rétt eins og öll íslenska varnarlínan. Númeri of lítill fyrir þennan leik.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Var hægra megin á miðjunni og þar var lítið flæði á boltanum, sérstaklega framan af leik. Kom lítið frá honum og var alltaf í eltingarleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Afar vinnusamur að venju og það er sérstaklega í svona leikjum sem mikilvægi Arons Einars fyrir íslenska landsliðið kemur í ljós. Hann er fyrirliði en sýnir það líka í verki inni á vellinum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Átti fyrsta skot Íslands í leiknum en það kom snemma í síðari hálfleik. Var þess fyrir utan aðallega í varnarhlutverki eins og svo margir aðrir og mæddi mikið á honum í því.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 5 Komst því miður ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik, en var ógnandi að venju í föstum leikatriðum. Komst lítið í spilið en gríðarlega vinnusamur að venju. Skaut beint á Hugo Lloris í besta færi Íslands.Albert Guðmundsson, framherji 6 Fékk stórt tækifæri og nýtti það ágætlega. Hápunkturinn var þegar hann tók sprett og hristi Paul Pogba af sér. Náði því miður lítið að ógna marki Frakka en var iðinn og kröftugur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 57. mínútu) 5 Komst lítið í spilið í erfiðum síðari hálfeik fyrir íslenska liðið.Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Albert á 62. mínútu) 5 Ísland náði lítið að ógna í leiknum, einnig eftir að Alfreð kom inn á.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Birki Má á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta átti ekki mikla möguleika gegn heimsmeisturum Frakka þegar liðin mættust á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld.Frakkar unnu 4-0 sigur og eru með fullt hús stiga í riðlinum. Íslendingar eru aftur á móti með þrjú stig. Samuel Umtiti, Olivier Giroud, Kylian Mbappé og Antoine Griezmann skoruðu mörk heimsmeistaranna í kvöld. Albert Guðmundsson sýndi góða takta þrátt fyrir að vera í erfiðu hlutverki í framlínu Íslands en annars var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5Gat lítið gert í marki Umtiti og varði frábærlega frá Giroud sem komst í gott skallafæri stuttu síðar. Fór í úthlaup í öðru marki Frakka þar sem hann missti af boltanum og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Giroud.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Átti ágæta spretti en lenti í erfiðleikum, eins og margir. Missti af Mbappé þegar hann gaf fyrirgjöfina á Umtiti í marki Frakklands í fyrri hálfleik. Missti svo aftur af sama manni þegar Mbappé skoraði þriðja mark Frakka.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Svaf á verðinum þegar Umtiti kom Frökkum yfir í leiknum. Átti í vandræðum með spræka sóknarmenn Frakka. Bjargaði einu sinni vel í seinni hálfleik.Kári Árnason, miðvörður 5 Reyndi hvað hann gat að binda saman íslensku vörnina en það tókst ekki sem skyldi. Frakkar voru afar klókir í að finna leið í gegnum vörn Íslands. Gaf mikið eftir undir lokin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Var kröftugur, sérstaklega framan af leik. Oftast réttur maður á réttum stað, en það dró af honum eins og öðrum þegar leið á leikinn. Hefur ekki átt nógu góða leiki eftir að hann sneri aftur í landsliðið.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Hafði í nógu að snúast með kraftmikla framherja Frakkanna, rétt eins og öll íslenska varnarlínan. Númeri of lítill fyrir þennan leik.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Var hægra megin á miðjunni og þar var lítið flæði á boltanum, sérstaklega framan af leik. Kom lítið frá honum og var alltaf í eltingarleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Afar vinnusamur að venju og það er sérstaklega í svona leikjum sem mikilvægi Arons Einars fyrir íslenska landsliðið kemur í ljós. Hann er fyrirliði en sýnir það líka í verki inni á vellinum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Átti fyrsta skot Íslands í leiknum en það kom snemma í síðari hálfleik. Var þess fyrir utan aðallega í varnarhlutverki eins og svo margir aðrir og mæddi mikið á honum í því.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 5 Komst því miður ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik, en var ógnandi að venju í föstum leikatriðum. Komst lítið í spilið en gríðarlega vinnusamur að venju. Skaut beint á Hugo Lloris í besta færi Íslands.Albert Guðmundsson, framherji 6 Fékk stórt tækifæri og nýtti það ágætlega. Hápunkturinn var þegar hann tók sprett og hristi Paul Pogba af sér. Náði því miður lítið að ógna marki Frakka en var iðinn og kröftugur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 57. mínútu) 5 Komst lítið í spilið í erfiðum síðari hálfeik fyrir íslenska liðið.Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Albert á 62. mínútu) 5 Ísland náði lítið að ógna í leiknum, einnig eftir að Alfreð kom inn á.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Birki Má á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58
Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45
Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti