Varð fyrir vonbrigðum með ákvörðun SÁÁ að loka göngudeildinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 17:31 Göngudeildin er til húsa í þessu húsi á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að lokun göngudeildar SÁÁ Akureyri hafi komið sér á óvart og valdið henni vonbrigðum. Hún segir þó að samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ gangi vel, vonir standi til þess að hægt sé að ljúka samningagerð „mjög fljótlega“ svo opna megi göngudeildina á nýGöngudeildinni var lokað frá og með 1. mars síðastliðnum en í samtali við Vísi sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ,að fjárskortur væri ástæða lokunarinnar.SÁÁ hafi ekki fengið í hendurnar 150 milljón króna framlag sem Alþingi samþykkti undir lok síðasta árs til reksturs göngudeildarinnar.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelmÍ aðdraganda lokunarinnar höfðu forsvarsmenn SÁÁ fundað með Sjúkratryggingum Íslands en þær viðræður hafa ekki skilað sér í opnun göngudeildarinnar. Svandís var spurð um málið af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Vildi hann fá upplýsingar um hver staða málsins væri í dag og hvort von væri á því að SÁÁ fengi fjármagnið sem um ræðir.Vonar að málið klárist á morgun Sagðist Svandís að í ljósi þess að göngudeildin hafi verið rekin fyrir sjálfsaflafé SÁÁ frá upphafi hafi það komið á óvart að göngudeildinni hafi verið lokað þegar von væri á fjárframlagi frá ríkinu til rekstursins í fyrsta skipti. „Þá kom á óvart að mönnum skyldi verða svo brátt sem ljóst er að loka starfseminni. Það kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum,“ sagði Svandís. Í máli hennar kom einnig fram að hún hafi átt von á fá spurningu um göngudeildina á þingi í dag, því hafi hún í morgun spurt sérstaklega um málið og fengið þær upplýsingar að „samningaviðræður gangi vel og að Sjúkratryggingar Íslands reikni með því að ljúka samningagerð mjög fljótlega.“ Á morgun væri fundur um málið og vonaðist ráðherra til þess að það verði fundurinn sem lokar málinu. Akureyri Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að lokun göngudeildar SÁÁ Akureyri hafi komið sér á óvart og valdið henni vonbrigðum. Hún segir þó að samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ gangi vel, vonir standi til þess að hægt sé að ljúka samningagerð „mjög fljótlega“ svo opna megi göngudeildina á nýGöngudeildinni var lokað frá og með 1. mars síðastliðnum en í samtali við Vísi sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ,að fjárskortur væri ástæða lokunarinnar.SÁÁ hafi ekki fengið í hendurnar 150 milljón króna framlag sem Alþingi samþykkti undir lok síðasta árs til reksturs göngudeildarinnar.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelmÍ aðdraganda lokunarinnar höfðu forsvarsmenn SÁÁ fundað með Sjúkratryggingum Íslands en þær viðræður hafa ekki skilað sér í opnun göngudeildarinnar. Svandís var spurð um málið af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Vildi hann fá upplýsingar um hver staða málsins væri í dag og hvort von væri á því að SÁÁ fengi fjármagnið sem um ræðir.Vonar að málið klárist á morgun Sagðist Svandís að í ljósi þess að göngudeildin hafi verið rekin fyrir sjálfsaflafé SÁÁ frá upphafi hafi það komið á óvart að göngudeildinni hafi verið lokað þegar von væri á fjárframlagi frá ríkinu til rekstursins í fyrsta skipti. „Þá kom á óvart að mönnum skyldi verða svo brátt sem ljóst er að loka starfseminni. Það kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum,“ sagði Svandís. Í máli hennar kom einnig fram að hún hafi átt von á fá spurningu um göngudeildina á þingi í dag, því hafi hún í morgun spurt sérstaklega um málið og fengið þær upplýsingar að „samningaviðræður gangi vel og að Sjúkratryggingar Íslands reikni með því að ljúka samningagerð mjög fljótlega.“ Á morgun væri fundur um málið og vonaðist ráðherra til þess að það verði fundurinn sem lokar málinu.
Akureyri Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20
Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00
Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30