Vandi vegna smálána eykst ár frá ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2019 08:02 Þróun á heildarfjölda umsókna um aðstoð UMS vegna fasteignalána annars vegar og vegna skyndilána hins vegar. UMS Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. Umsækjendum á aldrinum 18 til 29 ára fjölgaði mest á milli ára, fór úr 23 prósentum af öllum umsækjendum í 27,3 prósent. Alls fjölgaði umsækjendum sem óskuðu eftir aðstoð UMS um 6,5 prósent á árinu 2018 frá því sem var árið 2017. Alls bárust 1397 umsóknir árið 2018 samanborið við 1311 umsóknir árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni skuldara. Þar segir að umboðsmaður hafi áður vakið athygli á vaxandi fjölda ungs fólks sem er í vanda vegna þess að það hefur tekið skyndilán, sem einnig eru kölluð smálán í daglegu tali. UMS skilgreinir skyndilán sem lán sem eru tekin á vefsíðum eða með smáforritum í gegnum farsíma. „Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er samhliða kaupum á vöru eða þjónustu en einnig lán þar sem ákveðin fjárhæð er lögð inn á reikning lántaka. Á árinu 2018 var hlutfall skyndilána 22% af heildar fjárskuldbindingu þessara einstaklinga og er það verulegt áhyggjuefni að enn skuli fjölga í hópi umsækjenda á aldrinum 18-29 ára,“ segir í tilkynningu UMS.Fjöldi umsókna um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og mest í yngsta aldursflokknum.UMSÍ tilkynningunni bendir umboðsmaður jafnframt á markaðssetningu skyndilána og hvernig henni er í auknum mæli beint að yngri kynslóðinni. Telur UMS að mikilvægt sé að kanna hvort ekki sé hægt að setja því einhverjar skorður hvernig skyndilán eru markaðssett og bendir í því samhengi á hvernig norsk stjórnvöld hafa brugðist við: „Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Markaðssetning skyndilána er öflug og áberandi og er beint í miklum mæli að yngri kynslóðinni með áherslu á auðvelt aðgengi. Að mati UMS er mikilvægt að kannað verði hvort hægt sé að setja skorður við því hvernig þessi þjónusta er markaðssett. Benda má á að í Noregi hafa t.d. verið settar strangar reglur um hvernig auglýsa má þjónustu sem þessa,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir umboðsmaður jafnframt á mikilvægi þess að koma á fót miðlægum skuldagrunni og auka fræðslu um fjármál: „Ljóst er að einstaklingar geta auðveldlega tekið mörg lán á stuttum tíma hjá ólíkum þjónustuaðilum og þannig skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. Með því að skrá skuldastöðu einstaklinga væri hægt að koma í veg fyrir að sami einstaklingur taki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofangreindum afleiðingum. Með aðgangi að slíkri miðlægri skrá gætu þeir sem veita skyndilán betur metið lánshæfi umsækjenda eins og kveðið er á um í lögum um neytendalán. Slík skráning myndi auk þessi veita yfirsýn yfir umfang útlána af þessu tagi sem ekki er fyrir hendi í dag.Fræðsla um fjármál Dæmin sýna að þeir sem taka skyndilán eru í meiri áhættu að lenda í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Tryggja þarf að einstaklingar hafi forsendur til að taka upplýstar ákvarðanir í fjármálum. Með samvinnu mennta- og velferðarkerfis, fjármálafyrirtækja og fleiri aðila þarf að tryggja samræmda fjármálafræðslu barna og ungmenna og það þarf að byrja snemma. Sameiginlegt markmið okkar ætti að vera að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji sitt fjárhagslega sjálfstæða líf með neysluskuldir á bakinu. Síðustu misseri hefur Umboðsmaður skuldara lagt aukna áherslu á fræðslumál og útgáfu fræðsluefnis og einn liður í því er ný vefsíða embættisins sem opnuð verður í dag 25. mars. Á vefsíðunni er auk upplýsinga um þjónustu embættisins að finna ýmsan fróðleik um fjármál einstaklinga.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45 Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. Umsækjendum á aldrinum 18 til 29 ára fjölgaði mest á milli ára, fór úr 23 prósentum af öllum umsækjendum í 27,3 prósent. Alls fjölgaði umsækjendum sem óskuðu eftir aðstoð UMS um 6,5 prósent á árinu 2018 frá því sem var árið 2017. Alls bárust 1397 umsóknir árið 2018 samanborið við 1311 umsóknir árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni skuldara. Þar segir að umboðsmaður hafi áður vakið athygli á vaxandi fjölda ungs fólks sem er í vanda vegna þess að það hefur tekið skyndilán, sem einnig eru kölluð smálán í daglegu tali. UMS skilgreinir skyndilán sem lán sem eru tekin á vefsíðum eða með smáforritum í gegnum farsíma. „Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er samhliða kaupum á vöru eða þjónustu en einnig lán þar sem ákveðin fjárhæð er lögð inn á reikning lántaka. Á árinu 2018 var hlutfall skyndilána 22% af heildar fjárskuldbindingu þessara einstaklinga og er það verulegt áhyggjuefni að enn skuli fjölga í hópi umsækjenda á aldrinum 18-29 ára,“ segir í tilkynningu UMS.Fjöldi umsókna um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og mest í yngsta aldursflokknum.UMSÍ tilkynningunni bendir umboðsmaður jafnframt á markaðssetningu skyndilána og hvernig henni er í auknum mæli beint að yngri kynslóðinni. Telur UMS að mikilvægt sé að kanna hvort ekki sé hægt að setja því einhverjar skorður hvernig skyndilán eru markaðssett og bendir í því samhengi á hvernig norsk stjórnvöld hafa brugðist við: „Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Markaðssetning skyndilána er öflug og áberandi og er beint í miklum mæli að yngri kynslóðinni með áherslu á auðvelt aðgengi. Að mati UMS er mikilvægt að kannað verði hvort hægt sé að setja skorður við því hvernig þessi þjónusta er markaðssett. Benda má á að í Noregi hafa t.d. verið settar strangar reglur um hvernig auglýsa má þjónustu sem þessa,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir umboðsmaður jafnframt á mikilvægi þess að koma á fót miðlægum skuldagrunni og auka fræðslu um fjármál: „Ljóst er að einstaklingar geta auðveldlega tekið mörg lán á stuttum tíma hjá ólíkum þjónustuaðilum og þannig skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. Með því að skrá skuldastöðu einstaklinga væri hægt að koma í veg fyrir að sami einstaklingur taki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofangreindum afleiðingum. Með aðgangi að slíkri miðlægri skrá gætu þeir sem veita skyndilán betur metið lánshæfi umsækjenda eins og kveðið er á um í lögum um neytendalán. Slík skráning myndi auk þessi veita yfirsýn yfir umfang útlána af þessu tagi sem ekki er fyrir hendi í dag.Fræðsla um fjármál Dæmin sýna að þeir sem taka skyndilán eru í meiri áhættu að lenda í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Tryggja þarf að einstaklingar hafi forsendur til að taka upplýstar ákvarðanir í fjármálum. Með samvinnu mennta- og velferðarkerfis, fjármálafyrirtækja og fleiri aðila þarf að tryggja samræmda fjármálafræðslu barna og ungmenna og það þarf að byrja snemma. Sameiginlegt markmið okkar ætti að vera að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji sitt fjárhagslega sjálfstæða líf með neysluskuldir á bakinu. Síðustu misseri hefur Umboðsmaður skuldara lagt aukna áherslu á fræðslumál og útgáfu fræðsluefnis og einn liður í því er ný vefsíða embættisins sem opnuð verður í dag 25. mars. Á vefsíðunni er auk upplýsinga um þjónustu embættisins að finna ýmsan fróðleik um fjármál einstaklinga.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45 Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45
Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49
Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45