Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 13:00 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan. Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan.
Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29