Hamilton: Red Bull bílarnir hraðir í ár Bragi Þórðarson skrifar 23. mars 2019 08:00 Hamilton hrósaði Red Bull liðinu hástert á blaðamannafundi í Ástralíu vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull kom þriðji í mark í Melbourne kappakstrinum um síðustu helgi. Nú ekur Red Bull með Honda vélar og var þetta í fyrsta skiptið í rúm 10 ár sem að japanski vélarframleiðandinn endar á verðlaunapalli í Formúlu 1. „Ég er viss um að Red Bull Honda verði í slagnum um fyrsta sæti bílasmiða við okkur og Ferrari,“ sagði Mercedes ökumaðurinn, Lewis Hamilton eftir keppnina. „Red Bull bílarnir virðast hafa gjörbreyst, nú loksins hafa þeir mikinn endahraða á beinu köflunum,“ bætti Hamilton við. Verstappen tók fram úr Ferrari bíl Sebastian Vettel á leið sinni til þriðja sætis. Ferrari bílarnir hafa þau alltaf verið hraðir á beinu köflunum í Melbourne. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, er sáttur með getu bíla liðsins í ár en heldur þó væntingum niðri. „Það er of snemmt að byrja að tala um titla, en Honda vélin virðist góð. Að taka fram úr Ferrari og geta keppt við Mercedes er frábært’,“ sagði Horner í Ástralíu. Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull kom þriðji í mark í Melbourne kappakstrinum um síðustu helgi. Nú ekur Red Bull með Honda vélar og var þetta í fyrsta skiptið í rúm 10 ár sem að japanski vélarframleiðandinn endar á verðlaunapalli í Formúlu 1. „Ég er viss um að Red Bull Honda verði í slagnum um fyrsta sæti bílasmiða við okkur og Ferrari,“ sagði Mercedes ökumaðurinn, Lewis Hamilton eftir keppnina. „Red Bull bílarnir virðast hafa gjörbreyst, nú loksins hafa þeir mikinn endahraða á beinu köflunum,“ bætti Hamilton við. Verstappen tók fram úr Ferrari bíl Sebastian Vettel á leið sinni til þriðja sætis. Ferrari bílarnir hafa þau alltaf verið hraðir á beinu köflunum í Melbourne. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, er sáttur með getu bíla liðsins í ár en heldur þó væntingum niðri. „Það er of snemmt að byrja að tala um titla, en Honda vélin virðist góð. Að taka fram úr Ferrari og geta keppt við Mercedes er frábært’,“ sagði Horner í Ástralíu.
Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira