Belgar unnu öruggan sigur á Kýpur í undankeppni EM 2020 í kvöld. Pólverjar höfðu betur gegn Lettum og Norður-Írland vann Hvíta-Rússland.
Eden Hazard spilaði sinn 100. landsleik fyrir Belga og hann var á meðal markaskorara í þægilegum 2-0 sigri á Kýpur ytra.
Það tók Hazard aðeins tíu mínútur að setja mark sitt með skoti úr teignum. Michy Batshuayi skoraði átta mínútum seinna og þar við sat í leiknum.
Belgar eru því með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðir undankeppninnar.
Það tók Pólverja 76 mínútur að skora á heimavelli gegn Lettlandi, liði sem situr í 131. sæti heimslistans.
Robert Lewandowski gerði fyrsta mark Póllands með skalla og Kamil Glik bætti öðru marki við á 84. mínútu.
Pólland var með mikla yfirburði í leiknum, enda liðið sem er á pappírnum sterkast í riðlinum, en þurfti að sætta sig við 2-0 sigur.
Norður-Írland er á toppi C-riðils eftir sigur á Hvíta-Rússlandi í Belfast.
Jonny Evans kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik en Igor Stasevich jafnaði þremur mínútum seinna.
Sigurmarkið gerði Josh Magennis eftir fyrirgjöf Paddy McNair á 87. mínútu.
Úrslit dagsins:
C-riðill:
Norður-Írland - Hvíta-Rússland 1-1
Holland-Þýskaland 2-3
E-riðill:
Wales - Slóvakía 1-0
Ungverjaland - Króatía 2-1
G-riðill:
Pólland - Lettland 2-0
Ísrael - Austurríki 4-2
Slóvenía - Makedónía 1-1
I-riðill:
Kasakstan - Rússland 0-4
San Marínó - Skotland 0-2
Kýpur - Belgía 0-2
