Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2019 08:00 Í hátíðarkórnum er valinn maður í hverju rúmi. Einsöngvararnir eru bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum. Það er ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hátíðartónleikana sem skólinn stendur fyrir í tilefni 70 ára afmælis sem var á síðasta ári. Skólinn hefur fagnað tímamótunum með ýmsum hætti og staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum en hápunktur afmælishaldsins er í þessari viku því tvennir hátíðartónleikar eru á dagskránni, á Ísafirði í kvöld og í Reykjavík á sunnudaginn.Ingunn Sturludóttir skólastjóri.Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar, sem allir eru fyrrverandi eða núverandi nemendur skólans, auk kennara, munu flytja fjölbreytta efnisskrá, en í fyrirrúmi eru létt og skemmtileg verk, að sögn Ingunnar. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir hún. Yfirskrift tónleikanna er Chacun à son goût (Hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, því á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir í Ísafjarðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld, 21. mars, og verða endurteknir í Langholtskirkju í Reykjavík á sunnudaginn, 24. mars, klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum. Það er ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hátíðartónleikana sem skólinn stendur fyrir í tilefni 70 ára afmælis sem var á síðasta ári. Skólinn hefur fagnað tímamótunum með ýmsum hætti og staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum en hápunktur afmælishaldsins er í þessari viku því tvennir hátíðartónleikar eru á dagskránni, á Ísafirði í kvöld og í Reykjavík á sunnudaginn.Ingunn Sturludóttir skólastjóri.Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar, sem allir eru fyrrverandi eða núverandi nemendur skólans, auk kennara, munu flytja fjölbreytta efnisskrá, en í fyrirrúmi eru létt og skemmtileg verk, að sögn Ingunnar. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir hún. Yfirskrift tónleikanna er Chacun à son goût (Hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, því á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir í Ísafjarðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld, 21. mars, og verða endurteknir í Langholtskirkju í Reykjavík á sunnudaginn, 24. mars, klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira