Leiknismenn segja KSÍ hafa lagt blessun sína yfir fordóma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2019 12:58 Þórarinn Ingi Valdimarsson slapp með skrekkinn og Leiknismönnum er ekki skemmt. vísir/bára Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn