Betri árangur að vinna Þjóðadeildina en að komast í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 09:00 Harry Kane. Getty/Matthew Lewis Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira