Betri árangur að vinna Þjóðadeildina en að komast í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 09:00 Harry Kane. Getty/Matthew Lewis Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó