Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 20:00 Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra. WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra.
WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31