Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Sylvía Hall skrifar 31. mars 2019 14:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. Viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið mikilvæg en hún þurfi nú að ganga lengra. „Það var vissulega gríðarlega mikilvægt að stíga þar inn, líka upp á orðspor landsins og áfangastaðarins, þá var þetta nauðsynlegt,“ segir Bjarnheiður en það þurfi nú að finna leiðir til þess að vega upp á móti þessu áfalli og þeim viðskiptamissi sem fylgi. Í Sprengisandi í dag sagði Bjarnheiður stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu vera þrönga og hún hafi verið það alveg fyrir fall WOW air. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu hafi farið hratt versnandi síðustu ár og það sýni sig í því að ferðamenn dvelji í styttri tíma og ferðist minna. „Það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarin tvö ár.“Sjá fram á allt að fjögur þúsund uppsagnir Hún segir samtökin hafa dregið upp ákveðna sviðsmynd af því sem nú taki við eftir fall flugfélagsins og þar er gert ráð fyrir um þrjú hundruð þúsund færri ferðamönnum þrátt fyrir að það yrði stigið inn í að einhverju leyti sem valdi miklum tekjumissi fyrir þjóðarbúið. Þá muni töluverður fjöldi fólks missa störf vegna gjaldþrotsins. „Uppsagnir eru nú þegar orðnar að veruleika og við erum svolítið hrædd um að það sé bara rétt að byrja. Við höfum áætlað að töpuð störf gæti orðið allt frá tvö þúsund upp að fjögur þúsund.“ Þá segist hún hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem er uppi enda sumarið á næsta leyti. Það þurfi að tryggja meira flugframboð til landsins enda sé stórt skarð sem WOW air skilji eftir sig á markaði. Viðtalið við Bjarnheiði má heyra í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir „Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35 Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. Viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið mikilvæg en hún þurfi nú að ganga lengra. „Það var vissulega gríðarlega mikilvægt að stíga þar inn, líka upp á orðspor landsins og áfangastaðarins, þá var þetta nauðsynlegt,“ segir Bjarnheiður en það þurfi nú að finna leiðir til þess að vega upp á móti þessu áfalli og þeim viðskiptamissi sem fylgi. Í Sprengisandi í dag sagði Bjarnheiður stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu vera þrönga og hún hafi verið það alveg fyrir fall WOW air. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu hafi farið hratt versnandi síðustu ár og það sýni sig í því að ferðamenn dvelji í styttri tíma og ferðist minna. „Það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarin tvö ár.“Sjá fram á allt að fjögur þúsund uppsagnir Hún segir samtökin hafa dregið upp ákveðna sviðsmynd af því sem nú taki við eftir fall flugfélagsins og þar er gert ráð fyrir um þrjú hundruð þúsund færri ferðamönnum þrátt fyrir að það yrði stigið inn í að einhverju leyti sem valdi miklum tekjumissi fyrir þjóðarbúið. Þá muni töluverður fjöldi fólks missa störf vegna gjaldþrotsins. „Uppsagnir eru nú þegar orðnar að veruleika og við erum svolítið hrædd um að það sé bara rétt að byrja. Við höfum áætlað að töpuð störf gæti orðið allt frá tvö þúsund upp að fjögur þúsund.“ Þá segist hún hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem er uppi enda sumarið á næsta leyti. Það þurfi að tryggja meira flugframboð til landsins enda sé stórt skarð sem WOW air skilji eftir sig á markaði. Viðtalið við Bjarnheiði má heyra í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir „Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35 Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40