Warnock: Erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 10:30 Warnock hefur marga fjöruna sopið vísir/getty Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira