Kane fór af velli eftir að hafa lent í harkalegu samstuði við samherja sinn úr enska landsliðinu, Fabian Delph, en Kane haltraði strax til búningsherbergja.
Mauricio on @HKane: "It doesn't look good, but we need to check over the next few days. It's so painful." #UCL#COYSpic.twitter.com/ToKBPNBikd
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 9, 2019
Í samtali við fjölmiðla í leikslok sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham að það gæti verið að Kane sjáist ekki aftur á vellinum með Tottenham á þessari leiktíð.
„Þetta er mjög, mjög sárt. Þetta verður erfitt og við munum sakna hans, mögulega út leiktíðina,“ sagði Pochettino í samtali við BT Sport í leikslok.