Auk þeirra Guðna og Pútín taka Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, þátt í umræðunum. Yfirskrift umræðnanna er „Norðurslóðir: hafsjór tækifæra“.
Á morgun funda Guðni og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með Pútín forseta.
Hægt er að fylgjast með umræðunum í spilaranum hér fyrir neðan.