Tryggði sér óvæntan sigur og sæti á Mastersmótinu en eiginkonan stal sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 13:00 Corey Conners fagnar sigri eftir lokapúttið og svo með eiginkonunni. Samsett/Getty Sagan á bak við þátttöku bandaríska kylfingsins Corey Conners á Mastersmótinu í ár er ævintýraleg. Viðbrögð eiginkonunnar slógu líka í gegn á samfélagsmiðlum. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn á Augusta National golfvellinum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Þetta er 83. Mastersmótið í sögunni og fyrsta risamót kylfinga á árinu 2019. Fyrir viku síðan þá var Corey Conners nær óþekktur kylfingur að berjast við 72 aðra kylfinga um að tryggja sig inn á PGA-mótið Valero Texas Open. Nú viku síðar er hann að undirbúa sig fyrir að spila á Mastersmótinu í golfi."We'll remember that forever."#LiveUnderParpic.twitter.com/Q81mrIYn7a — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners vann sex manna umspil og tryggði sér sæti á Valero Texas Open. Conners spilaði frábærlega á mótinu og þá sérstaklega um helgina. Hann endaði mótið í fyrsta sæti á tuttugu höggum undir pari. Conners spilaði tvo síðustu hringina á 66 höggum og fékk meðal annars tíu fugla í gær. Hann endaði Valero Texas Open á tveimur höggum á undan næsta manni. Sigurinn skilaði Corey 1350 þúsund dollara í verðlaunafé eða meira en 160 milljónir íslenskra króna. Með sigri sínum á Valero Texas Open þá fékk Corey Conners líka þátttökurétt á Mastersmótinu. „Þetta er svolítð eins og að lenda í hvirfilbyl. Ég átti ekki von á því að vera að fara að keppa á Augusta National eftir þessa helgi en ég er virkilega spenntur,“ sagði Corey Conners.What a difference a week makes. Monday qualifier at Valero Monday at the Masters#LiveUnderParpic.twitter.com/S2Tb93hD1g — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners er 27 ára Kanadamaður en eftir dramatískan lokadag þar sem hann hann fékk meðal annars skolla á fjórum holum í röð og svo sex fugla á seinni níu holunum, þá var það eiginkonan sem fékk mesta athygli á samfélagsmiðlunum. Malory, eiginkona Corey Conners, fylgdist nefnilega vel með manni sínum á þessum skrautlega lokahring þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Það mátti vel sjá á viðbrögðum Malory að það gekk ýmislegt á í spilamennsku Corey Conners á þessum sögulega degi. Sjónvarpsmyndavélarnar voru líka fljótar að grípa það á lofti enda varð út frábært sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.When your wife's watching you try to get your first PGA TOUR win ...#LiveUnderParpic.twitter.com/recy5nSRal — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019Another one. pic.twitter.com/skYoyFHGXJ — Skratch (@Skratch) April 7, 2019„Hún er besti stuðningsmaðurinn minn og þetta var frábært. Við áttum sérstaka stund saman eftir að ég setti niður púttið á átjándu. Ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði Corey Conners. Það má sjá þessa sérstöku stund þeirra hér fyrir neðan.Final update: They lived happily ever after. pic.twitter.com/okhpP1OOJX — Skratch (@Skratch) April 7, 2019 Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sagan á bak við þátttöku bandaríska kylfingsins Corey Conners á Mastersmótinu í ár er ævintýraleg. Viðbrögð eiginkonunnar slógu líka í gegn á samfélagsmiðlum. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn á Augusta National golfvellinum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Þetta er 83. Mastersmótið í sögunni og fyrsta risamót kylfinga á árinu 2019. Fyrir viku síðan þá var Corey Conners nær óþekktur kylfingur að berjast við 72 aðra kylfinga um að tryggja sig inn á PGA-mótið Valero Texas Open. Nú viku síðar er hann að undirbúa sig fyrir að spila á Mastersmótinu í golfi."We'll remember that forever."#LiveUnderParpic.twitter.com/Q81mrIYn7a — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners vann sex manna umspil og tryggði sér sæti á Valero Texas Open. Conners spilaði frábærlega á mótinu og þá sérstaklega um helgina. Hann endaði mótið í fyrsta sæti á tuttugu höggum undir pari. Conners spilaði tvo síðustu hringina á 66 höggum og fékk meðal annars tíu fugla í gær. Hann endaði Valero Texas Open á tveimur höggum á undan næsta manni. Sigurinn skilaði Corey 1350 þúsund dollara í verðlaunafé eða meira en 160 milljónir íslenskra króna. Með sigri sínum á Valero Texas Open þá fékk Corey Conners líka þátttökurétt á Mastersmótinu. „Þetta er svolítð eins og að lenda í hvirfilbyl. Ég átti ekki von á því að vera að fara að keppa á Augusta National eftir þessa helgi en ég er virkilega spenntur,“ sagði Corey Conners.What a difference a week makes. Monday qualifier at Valero Monday at the Masters#LiveUnderParpic.twitter.com/S2Tb93hD1g — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners er 27 ára Kanadamaður en eftir dramatískan lokadag þar sem hann hann fékk meðal annars skolla á fjórum holum í röð og svo sex fugla á seinni níu holunum, þá var það eiginkonan sem fékk mesta athygli á samfélagsmiðlunum. Malory, eiginkona Corey Conners, fylgdist nefnilega vel með manni sínum á þessum skrautlega lokahring þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Það mátti vel sjá á viðbrögðum Malory að það gekk ýmislegt á í spilamennsku Corey Conners á þessum sögulega degi. Sjónvarpsmyndavélarnar voru líka fljótar að grípa það á lofti enda varð út frábært sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.When your wife's watching you try to get your first PGA TOUR win ...#LiveUnderParpic.twitter.com/recy5nSRal — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019Another one. pic.twitter.com/skYoyFHGXJ — Skratch (@Skratch) April 7, 2019„Hún er besti stuðningsmaðurinn minn og þetta var frábært. Við áttum sérstaka stund saman eftir að ég setti niður púttið á átjándu. Ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði Corey Conners. Það má sjá þessa sérstöku stund þeirra hér fyrir neðan.Final update: They lived happily ever after. pic.twitter.com/okhpP1OOJX — Skratch (@Skratch) April 7, 2019
Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira