Lífið

Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Amma Katrínar Tönju var hennar helsti stuðningsmaður.
Amma Katrínar Tönju var hennar helsti stuðningsmaður.
Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Í þáttunum eltir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal íslenskt afreksfólk sem hefur gert góða hluti á sínu sviði.

Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í Crossfit í tvígang og er hún ein allra stærsta stjarnan í Crossfit í heiminum.

Þátturinn í gær vakti heldur betur mikla athygli og voru nokkrar gæsahúðasögur í þættinum. Ein slík kom undir lok þáttarins og tengdist hún sigri Katrínar Tönju á heimsleikunum árið 2016. Fyrir leikana hafði amma hennar fallið skyndilega frá, en hún var helsti stuðningsmaður Katrínar og hennar allra besti vinur.

„2016 sigurinn hefur svo mikið meiri þýðingu fyrir mig,“ segir Katrín Tanja.

„Mér fannst eins og margir væru að tala um að sigurinn árið 2015 hafi verið smá heppni og ég vildi svo mikið sanna fyrir öllum að ég ætti þetta skilið. Svo mjög skyndilega árið 2016 deyr amma og hún var besta vinkonan mín í lífinu og alltaf verið stærsti stuðningsmaðurinn minn og við höfum alltaf verið ótrúlega nánar.“

Katrín segir að fráfall hennar hafi verið mjög mikið áfall.

„Ég dílaði aldrei almennilega við þetta og bara dembdi mér í æfingar og ákvað að gera allt fyrir hana. Það var svo oft á þessum leikum sem ég skil ekki hvernig ég gerði hlutina sem ég gerði. En þegar ég hugsa til baka þá fatta ég að hún gerði þetta.“

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum og þar fyrir neðan má sjá færslur á Twitter um þáttinn.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.