700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Sighvatur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 20:00 Rúmlega 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki bætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. Vinnumálastofnun hefur fengið rúmlega 700 umsóknir frá fyrrverandi starfsfólki WOW air og rúmlega 500 frá starfsfólki annarra fyrirtækja. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, býst við fleiri umsóknum frá fólki sem vann hjá WOW. „Við höfum verið að skoða hversu margir hafa hakað við að þeir væru í námi af því að það hefur verið í umræðunni og það eru rúmlega 50, í kringum 7% af þeim sem hafa sótt um,“ segir Unnur.Freyja Rúnarsdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air í febrúar 2016.Vísir/BaldurFlugliðar lenda á milli Freyja Rúnarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW air fyrir þremur árum. Hún var ráðin á þeim tíma sem flugfélagið stækkaði. Eftir um ár var henni boðin staða yfirflugfreyju. 10-15% flugliða sem stunduðu nám með starfi hjá WOW lenda á milli í kerfinu og eiga hvorki rétt á námslánum né atvinnuleysisbótum. Freyja er ein þeirra sem leysti sín mál með því að skrá sig úr námi svo hún eigi rétt á því að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún seinkar skilum mastersritgerðarinnar sem hún var að vinna í samstarfi við mannauðsdeild WOW air. „En því miður eru mjög margir fyrrum samstarfsfélagar mínir ekki í þessari stöðu,“ segir Freyja. Flugliðarnir eiga inni laun vegna vinnu hjá WOW í mars og laun fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Freyja segir að flugliðar vilji að Vinnumálastofnun greiði það sem þeir eiga inni þangað til ábyrgðarsjóður launa grípur inn í, sem verður í fyrsta lagi eftir fjóra mánuði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lögin skýr hvað þetta varðar, óheimilt sé að greiða bætur til fólks sem er í fullu námi eða námi sem nemur meira en 20 ECTS einingum.Brynjar Örn Sveinjónsson er yfirflugstjóri hjá Cargolux.Vísir/BaldurCargolux kynnti starfsemina Fulltrúar flugfélagsins Cargolux kynntu starfsemi fyrirtækisins á Nordica hótelinu í morgun. Um 80 flugmenn mættu á kynninguna og 40 þeirra sóttu strax um vinnu í kjölfarið. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri hjá Cargolux, segir að fyrirtækið þurfi að fylla 60-70 stöður flugmanna vegna þriggja nýrra Boeing 747 flugvéla félagsins á árinu. Reynt verði að hraða ferlinu sem mest og hefja þjálfun flugmanna í maí svo þeir geti hafið störf í júní. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Rúmlega 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki bætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. Vinnumálastofnun hefur fengið rúmlega 700 umsóknir frá fyrrverandi starfsfólki WOW air og rúmlega 500 frá starfsfólki annarra fyrirtækja. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, býst við fleiri umsóknum frá fólki sem vann hjá WOW. „Við höfum verið að skoða hversu margir hafa hakað við að þeir væru í námi af því að það hefur verið í umræðunni og það eru rúmlega 50, í kringum 7% af þeim sem hafa sótt um,“ segir Unnur.Freyja Rúnarsdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air í febrúar 2016.Vísir/BaldurFlugliðar lenda á milli Freyja Rúnarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW air fyrir þremur árum. Hún var ráðin á þeim tíma sem flugfélagið stækkaði. Eftir um ár var henni boðin staða yfirflugfreyju. 10-15% flugliða sem stunduðu nám með starfi hjá WOW lenda á milli í kerfinu og eiga hvorki rétt á námslánum né atvinnuleysisbótum. Freyja er ein þeirra sem leysti sín mál með því að skrá sig úr námi svo hún eigi rétt á því að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún seinkar skilum mastersritgerðarinnar sem hún var að vinna í samstarfi við mannauðsdeild WOW air. „En því miður eru mjög margir fyrrum samstarfsfélagar mínir ekki í þessari stöðu,“ segir Freyja. Flugliðarnir eiga inni laun vegna vinnu hjá WOW í mars og laun fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Freyja segir að flugliðar vilji að Vinnumálastofnun greiði það sem þeir eiga inni þangað til ábyrgðarsjóður launa grípur inn í, sem verður í fyrsta lagi eftir fjóra mánuði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lögin skýr hvað þetta varðar, óheimilt sé að greiða bætur til fólks sem er í fullu námi eða námi sem nemur meira en 20 ECTS einingum.Brynjar Örn Sveinjónsson er yfirflugstjóri hjá Cargolux.Vísir/BaldurCargolux kynnti starfsemina Fulltrúar flugfélagsins Cargolux kynntu starfsemi fyrirtækisins á Nordica hótelinu í morgun. Um 80 flugmenn mættu á kynninguna og 40 þeirra sóttu strax um vinnu í kjölfarið. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri hjá Cargolux, segir að fyrirtækið þurfi að fylla 60-70 stöður flugmanna vegna þriggja nýrra Boeing 747 flugvéla félagsins á árinu. Reynt verði að hraða ferlinu sem mest og hefja þjálfun flugmanna í maí svo þeir geti hafið störf í júní.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira