Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Flug­maðurinn hafi verið mjög heppinn

Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lét öllum illum látum og fær engar bætur

Bandarískur ferðamaður sem fékk ekki að fara um borð í flugvél Icelandair fær engar bætur úr hendi félagsins. Icelandair segir manninum hafa verið neitað um byrðingu af öryggisástæðum, eftir að hann lét öllum illum látum í Leifsstöð. Hann hafi til að mynda kallað starfsmenn brjálæðinga og tekið af þeim myndir.

Innlent
Fréttamynd

Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flug­vélar

Flugvélin sem lent var á Suðurlandsvegi í gærkvöldi er sú sama og samband rofnaði við þegar verið var að fljúga henni frá Grænlandi í gær. Landhelgisgæslan lýsti yfir óvissustigi vegna flugvélarinnar eftir að flugmaður hennar hafði ekki samband við flugumferðarstjórn á tilteknum tíma, svaraði ekki kalli og flugvélin sást ekki á ratsjám.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar Austur-Grænlands mót­mæltu ein­angrun og pólitísku af­skipta­leysi

Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Burðar­dýr í flug­vél Play „fríkaði út“

Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Þor­valdur í Síld og fisk varð ör­laga­valdur Loft­leiða

Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Fimm látnir eftir þyrluslys í Finn­landi

Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs.

Erlent
Fréttamynd

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“

Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkar veru­lega verðmat á Icelandair og telur „allar líkur“ á viðsnúningi í rekstri

Icelandair hefur sjaldan byrjað fyrstu mánuði nýs árs jafn vel og núna í ár, að sögn hlutabréfagreinanda, sem telur allt útlit fyrir að það verði talsverður viðsnúningur í rekstrinum og hefur hækkar verðmat sitt á flugfélaginu um nærri fjórðung. Hann segir áhyggjuefni hversu veikur hlutabréfamarkaðurinn er hér landi – Icelandair hefur fallið í verði um þrjátíu prósent frá áramótum – með lítilli dýpt, lakri verðmyndun og „hálf munaðarlausum“ félögum.

Innherji
Fréttamynd

Nýtt hitamet slegið á Egils­stöðum

Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.

Veður
Fréttamynd

Flug­leiðir á barmi gjald­þrots gátu ekki haldið Cargolux

Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Helsti valda­maður flugsins var oftast utan sviðsljóssins

Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkja­for­seti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“

Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna.

Erlent