Herferðin ber heitið For The Throne, sem mætti íslenska „Fyrir krúnuna“.
Hásætunum hefur meðal annars verið komið fyrir í Svíþjóð, Kanada og á Spáni. Í skógi, upp á snævi þöktu fjalli og í eyðimörk. Þeir sem fundið hafa hásætin hafa fengið kórónur í verðlaun.

Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður tökuliðs Game of Thrones þótt heimsóknum hafi farið fækkandi í seinni þáttaröðum. Fróðlegt verður að sjá hvort nýjasta hásætið sé á Íslandi eða í öðru snæviþöktu landi.
Uppfært 2. apríl
Um aprílgabb Vísis var að ræða eins og lesa má nánar um hér.